Úrval - 01.11.1968, Blaðsíða 118
116
ÚRVAL
sem hann keypti á 350 dollara í
Tyrklandi, hafa hugsanlegt sölu-
verðmæti, sem næmi 160.000 til
240.000 dollurum.
Eiturlyfjastofnunin gerir ráð fyr-
ir því, að árlegur heroininnflutning-
ur til Bandaríkjanna sé frá einu
tonni til hálfs annars tonns, en
margir álíta reyndar, að hið raun-
verulega magn sé hærra. En sé
reiknað með þessu magni, þá nema
hin ólöglegu viðskipti milli 225 og
337 milljónum dollara á ári. En
jafnvel þessar tölur segja ekki alla
söguna. Eiturlyfjaneytendur verða
að stela ferfaldri eða fimmfaldri
þeirri upphæð til þess að afla sér
nægilegs reiðufjár frá veðlánurum.
Auðvitað er svo ógerlegt að mæla
hinn raunverulega kostnað, hvað
kvöl, þjáningu, óhamingju og eyði-
leggingu mannslífa snertir, hinn
mannlega kostnað. En þessum
mönnum stendur algerlega á sama,
þó að heroinið eyðileggi siðferðis-
styrk neytendanna og heilsuna og
ræni þá stundum lífinu að síðustu.
í augum Levonians og ópíumbænda
Tyrklands, landamærasmyglaranna,
korsísku glæpamannanna og franska
efnafræðingsins þeirra, Bianis, Ang-
ies og Georgiu-Jacks er eiturlyfja-
neytandinn bara heimskingi, sem
á það ekki skilið, að honum sé sýnd-
ur neinn áhugi, nema arðvænleg-
um viðskiptavini, sem gert hefur
eiturlyfjaviðskiptin að mestu gróða-
lindinni innan hinnar skipulögðu
glæpastarfsemi, sannkölluðum kon-
ungi.
ÓKEYPIS SÖNNUN
Mike Telano vissi, að endalok eit-
urlyfjamálsins, sem hann hafði haft
með höndum, nálguðust nú óðum.
Hann hafði þegar keypt tvisvar
sinnum af Golino, hálft kíló í hvort
skipti. Það hafði kostað Eiturlyfja-
stofnunina 20.000 dollara, en þeim
peningum var samt vel varið.
Starfsmenn stofnunarinnar höfðu
fylgzt vandlega með því, er seinna
hálfa kílóið var afhent, og þeir
höfðu komizt á slóð, sem lá að húsi
Tony nebba og húsinu úti á Löngu-
eyju, er Biani notaði sem vöru-
geymslustað.
Það er draumur hvers starfs-
manns Eiturlyfjastofnunarinnar að
finna slíkan geymslustað. Og slíkt
krefst þess, að fylgzt sé nákvæm-
lega með ferðum hinna grunuðu eða
vissum stöðum allan sólarhringinn.
Hópur leynilgreglumanna fylgdist
nákvæmlega með öllum ferðum
Tony nebba og föður hans. Þeir
leyndust í kyrrstæðum bílum og á
ýmsum „varðstöðum“ nálægt húsi
Martinos. Og níundu njósnanóttina
sáu þeir einmitt Tony ganga þar
inn. Skömmu síðar kviknaði ljós í
þakherbergi í húsinu. Fimm mínút-
um síðar var það svo slökkt aftur,
og svo kom Tony út úr húsinu með
pakka undir handleggnum.
Leynilögreglumennirnir eltu Tony
að veitingahúsi, þar sem þeir sáu,
að hann afhenti Louis nokkrum Pa-
cinello pakkann, en hann var al-
ræmdur eiturlyfjamiðlari. Síðan eltu
þeir Pacinello að „vörugeymslustað“
hans í Teaneck yfir New Jersey-
fylki. Þar fengu þeir sitt fyrsta
tækifæri til þess að verða sjónar-