Úrval - 01.11.1968, Blaðsíða 8
6
ÚRVAL
kann að spyrja, hvers vegna þetta
eyðisker hafi verið friðlýst. En til
þess standa gild rök. Og þau eru,
að á Eldey er stærst súlubyggð í
heimi. Einhvers staðar hef ég lesið,
að þar séu um 15 þúsund súlupör.
Hafa vissulega fáar fuglategundir
slíka sérstöðu í hinu heldur fá-
skrúðuga íslenzka dýralífi. — Það
væri þá helzt heiðagæsin, sem varp-
stöðvar á í Þjórsárverum og eru þar
talin vera um 2000 pör sumarlangt.
En heildarstofn heiðagæsarinnar í
heiminum mun hins vegar ekki
vera áætlaður nema 50 þúsund pör.
Á haustin eru þarna undir Hofsjökli
oft einar 15—20 hundruð heiðar-
gæsir á randi og er það merkileg
sjón að sjá.
Svo voru hreindýrin friðlýst ár-
ið 1941, eða settar ákveðnar regl-
ur um veiðitíma þeirra. Þá fengu og
hvalirnir sína vernd, sem er að
vissu leyti náttúruverndun, til þess
að hindra eyðingu stofnsins. Fólst
hún í því, að árið 1928 var bannað.
að veiða skíðishvali í landhelgi.
Áfangi nokkur var það líka, þegar
lög um náttúruvernd voru sam-
þykkt á alþingi árið 1956. Hafa lög
þessi, þótt frumsmíð væru á þessu
sviði, valdið nokkrum kaflaskipt-
um í náttúruverndarsögu þjóðar-
innar. Stendur nú til að endurskoða
þau á þessu sumri, og er það von
manna, að vel takist til um það verk
og gott af hljótist.
Vík ég þá að nokkrum friðlýstum
stöðum öðrum og náttúrufyrir-
bærum: Hveravellir voru verndað-
ir vegna hinna fögru hveramynd-
ana og hverahrúðursins. Árið 1958
voru Rauðhólar settir undir vernd,
en því miður um seinan, því að
áður höfðu verið drýgð þar óbæt-
anleg náttúruspjöll. En urðarræksn-
in, sem eftir standa eru þó e.t.v.
betri en ekkert og að minnsta kosti
hæfileg áminning um menningar-
skort í meðferð náttúrugersema. —
Það virtist sem á svipað lag ætti
að ganga með Grábrók í Borgar-
firði, en í tauma var tekið í tæka
tíð, og blasa þó sárin enn við. —
Surtsey hefur og verið friðlýst og
sömuleiðis dropasteinar í hellum
landsins, sem illu heilli var farið
að mylja niður til muna.
Einn síðasti og þó ekki ómerk-
asti áfanginn á sviði náttúruvernd-
ar og stofnun þjóðgarða eru kaup-
in á Skaftafelli í Öræfum, sem tók-
ust með rausnarlegri fjárhagsaðstoð
alþjóðastofnunar, „World Wild Life
Fund“.
Sumum kann að virðast það fyr-
irferðarlítið mál, en að dómi okkar
náttúruverndarmanna þó ekki
ómerkt, að Náttúruverndarráð hef-
ur beitt sér fyrir friðun sjaldgæfra
íslenzkra jurta, svo sem burkna-
tegunda, glitrósar o.fl. — Þá hefur
Geysir í Haukadal verið settur
undir sérstaka ríkisvernd, Grýla í
Hveradölum nýtur og verndar og
að lokum hefur Skógrækt ríkis-
ins afgirt og verndað ýmis helztu
skóglendin.
VERKEFNIN
Margt er þó enn í hættu, bæði
kvikt og steinrunnin náttúra. Örn-
inn er í yfirvofandi hættu, senni-
lega ekki nema 60 fullvaxnir fuglar
og ungar lifandi á síðastliðnu
sumri, og taldist þó ávöxturinn