Úrval - 01.11.1968, Blaðsíða 48
46
ÚRVAL
Skúlatúnshraun, en óvíst er með
öllu, að það eigi nokkuð skylt við
hið forna bæjarheiti á Álftanesi,
Skúlastaði. En hvað sem því líður,
hafa sumir fræðimenn talið, að á
Bessastöðum hafi búið afkomendur
Ásbjarnar landnámsmanns, frænda
Ingólfs Arnarsonar, og sumir telja
sennilegt, að Bessastaðir séu hinir
fornu Skúlastaðir. Hefur þá Skúla-
staðanafnið glatazt á einhvern hátt,
svo sem er mannaskipti hafa orðið
á jörðinni.
Engar spurnir fara af manni þeim,
Bersa eða Bessa, sem Bessastaðir
gætu heitið eftir. í Landnámu eru
nefndir sex menn með þessu nafni,
en vitað er run 7 aðra bæi, sem
kenndir hafa verið við Bersa, auk
fjölmargra örnefna um allt land,
sem draga nafn sitt af Bersa. Hitt
kann að vekja nokkra athygli, að
Bersi heitir hólmi í Bessastaðatjörn.
Það er ekki fyrr en á Sturlunga-
öld, að Bessastaðir fara að koma
verulega við sögu. Þá eru þeir í
eigu Snorra Sturlusonar, en ekki
er ljóst, hvernig Snorri eignaðist
þá, en hann var mjög auðugur og
fjáraflamaður mikill og sótti oft
fjármál sín af meira kappi en rétti.
í Sturlungu er sagt frá fjárdráttar-
máli einu árið 1215, er Snorri kom
við og hafði mikla virðingu af; og
hefur þess verið getið til, að þá
hafi hann eignazt Bessastaði, en
sennilegra mun, að Snorri hafi
keypt Bessastaði, og benda um-
mæli ein í Sturlungu til þess. En er
að Snorra þrengdi í Borgarfirði,
leitaði hann sér hælis á Bessa-
stöðum.
Eftir víg Snorra Sturlusonar 1241
tók Hákon gamli Noregskonungur
undir sig Bessastaði, sem urðu síð-
an um margar aldir aðsetur norskra
og síðan hins danska konungsvalds
á íslandi. í bók sinni um Bessa-
staði, sem út kom 1947, segir Vil-
hjálmur Þ. Gíslason, fyrrum út-
varpsstjóri, að það megi heita kald-
hæðni örlaganna, að ein af höfuð-
eignum hins mesta höfðingja þjóð-
legrar, íslenzkrarar menningar
skyldi verða virki erlends kon-
ungsvalds.
Um 1340 verða Bessastaðir fastur
aðsetursstaður umboðsmanna kon-
ungs og eins konar annar höfuð-
staður landsins, miðstöð hins er-
lenda valds, en Þingvellir var hinn
höfuðstaðiu- íslands, enda þótt segja
megi, að biskupsstólarnir væru það
einnig.
Á fimmtándu öld koma Bessa-
staðir oft við sögu erlendra ævin-
týramanna og ránsmanna. Árið 1420
komu Englendingar til Bessastaða,
tóku hirðstjórann höndum og drápu
einn manna hans og særðu aðra.
Tveimur árum síðar, árið 1422,
gengu Englendingar á land við
Bessastaði, drápu menn og eyddu
garðinn og 1425 komu enskir menn
þar enn, tóku höndum hirðstjórana,
sem þá voru tveir, þeir Hannes
Pálsson og Balthazar, og höfðu með
sér til Englands.
í uppahafi 16. aldar fóru Eng-
lendingar enn með yfirgangi og
ránum um landið, og var jafnvel
um það talað, að. þeir ætluðu að
leggja ísland undir sig. Árið 1512
drápu þeir hirðstjórann Svein Þor-
leifsson og ellefu menn hans. Þá
tóku enskir menn kaupskip með