Úrval - 01.11.1968, Blaðsíða 88
86
URVAL
Hvaleöla (beinagrind).
ingum beinanna, hefur lengd dýrs-
ins verið 22 metrar og 65 cm. Og
er þá rófa og háls meðtalin. Háls-
inn út af fyrir sig mældist 8 metrar
og 78 cm. Hæðin er áætluð 11 metr-
ar og 78 cm. Munu skepnur þessar
hafa lifað í dýpra vatni en fyrr-
nefndar tegundir. Finngálknið hef-
ur því sannarlega ekki verið neitt
afstyrmi.
Þekktasti trölleðlufundur í Evrópu
er efalaust sá, þegar 23 stökkeðlu-
beinagrindur fundust í Belgíu árið
1877. Jarðlögin, er þær fundust í,
voru frá Krítartímanum, eða um það
bil 100 milljón ára gömul. Stökk-
eölan eða Iguanodon, eins og vís-
inaamenn nefna hana, hefur verið
um 4 metrar á hæð og 10 metrar á
lengd. Afturfæturnir voru sterkleg-
ir og mun lengri en framfæturnir,
en á þeim voru 5 fingur. Þumal-
fingurinn var ummyndaður í hvass-
an gadd, sem dýrið hefur haft að
vopni. Rófan var gild, höfuðið fram-
dregið með hornkenndum skoltum
framan til og voru þeir með hvöss-
um jöðrum. En aftan til voru tenn-
ur, sem dýrið notaði til að tyggja
með fæðuna, en hún var mestmegnis
greinar af Araukaríu-tré. Araukar-
ía, sem kölluð er stofugreni á ís-
lenzku, hefur þá verið algeng planta
víða í Evrópu. Nú vex stofugreni
villt í Suður-Ameríku, í Ástralíu
og á Kyrrahafseyjum. í Evrópu er
það löngu liðið undir lok. Ætlað er
að dýr þetta hafi haft langa tungu,
og með henni hafði það seilzt í trjá-
greinarnar og bitið þær svo af með
hornskoltunum.
Til trölleðlanna telst einnig kamb-
eðla.n eða Stegeosarurus, myndarleg
eðla um 10 metrar á langd. Blóma-
skeið hennar var í lok Juratímans.
Hún hafði lítið höfuð eins og þórs-
eðlan, en var aftur á móti hálsstutt.
Hryggurinn var mjög kúptur og í
spjaldhryggnum var stærðar heila-
bú — líklega 10 sinnum stærra en
það sem var í höfðinu. Eftir endi-
löngu bakinu voru stórir, aðgreindir
beinkambar, klæddir hyrni. Þessir
beinkambar stóðu upp á rönd og
náðu alla leið aftur á rófu. Rófan
var fremur stutt og aftari hluti
hennar settur mörgum sterkum og