Úrval - 01.11.1968, Blaðsíða 45
SÓLIN
43
irtektarvert að þeir skuli aukast
fram úr öllu valdi á ellefu ára
fresti, og má þess víða sjá vott í
náttúrunni hver áhrif það hefur.
T. d. má finna merki um þetta í ár-
hringum trjáa. Þetta er svo greini-
legt, að af því má marka ártöl. Ým-
islegt annað þykir næsta furðulegt.
Þegar sólblettir eru sem mestir er
sagt að búast megi við miklu um-
róti í þjóðfélögum, byltingum,
taumleysi, spillingu, en þessu er
varlega trúandi, því erfitt er að
finna því stað svo öruggt megi telj-
ast.
Annað einkenni í sólinni, sem at-
hugavert er, eru logatungur þær
sem að jafnaði slengjast út frá
henni (prótúberansar), en þetta eru
glóandi lofttegundir, sem geta kom-
izt í allt að því hálfrar annarrar
milljónar km fjarlægð frá móður-
hnettinum, en hníga jafnskjótt aft-
ur í hið sama far. Auðvitað er auð-
veldast að athuga þetta á jöðrun-
um, ekki sízt þegar almyrkvi er á
sólu.
Engin sól hefur verið athuguð
jafn gaumgæfilega sem sólin, enda
hægast um vik, sakir nálægðar
hennar. Almenningi er gjarnt til að
álíta, að stjörnufræðingar hefji þá
athuganir sínar, þegar rökkrið fær-
ist að. Mönnum er ekki tamt að
skoða sólina í því ljósi, að hún sé
ein af ótal stjörnum, og að flestar
þeirra séu henni næsta líkar. Auk
þess hverfa stjörnurnar sjónum
þegar sól er upp komin, þær hverfa
fyrir ljóma hennar. En sú stjarna
sem hér er um að ræða, verður,
eins og gefur að skilja, aðeins at-
huguð að degi til. Hvenær sem hún
myrkvast að meira eða minna leyti,
af því að tunglið gengur fyrir hana,
er uppi fótur og fit meðal vísinda-
manna. Og þegar almyrkvi gerist,
þá þykja afbragðs skilyrði til at-
hugana. Og þá sést „kóróna“ sólar-
innar vel — logatungurnar, sem
slöngvast upp frá henni og falla
niður aftur, þær blika silfurhvítar,
og þessi „kóróna“ hefur hitastig,
sem nemur tveimur milljónum
gráða á celsíus, og er miklu heitara
en yfirborð sólarinnar, en það er
að því er bezt er vitað, aðeins sex
þúsund gráður á celsíus.
Sólin virðist við athuganir vera
bjartari í miðju en til jaðranna,
enda blasir miðbikið betur við.
„Dældirnar", þar sem heitara er,
lýsa bjartara skini. Af sólblettun-
um má marka snúning hnattarins
um sjálfan sig, en það tekur sólina
25 daga að fara einn snúing. Hún
snýst öfugt við það sem vísar á
klukku gera, eða frá vestri til aust-
urst, svo sem fylgihnettir hennar
einnig. Því innar sem dregur í sól-
ina, því heitari verður hún, allt að
því 15 milljón gráður innst, en þar
er loftþrýstingurinn 100 milljón-
faldur á við loftþrýstinginn hér á
jörð. Lofttegundirnar þéttast eftir
því sem innar dregur, og verða að
síðustu sjöfalt þéttara en gull. Þeg-
ar svo er komið geta atómin ekki
lengur haldizt við, rafeindahjúpur-
inn, sem um þau lykur, rifnar, raf-
eindirnar stökkva burt. Okkur
vantar nú skáld, sem sé þess megn-
ugt að lýsa þessum ósköpum, ann-
an Dante, en það er fjarri því að
í þetta eldsvíti komist nokkur mað-