Úrval - 01.11.1968, Blaðsíða 83
Ein tegund eðlanna hejur haft 6 horn
á hausnum og hafa þau vaxið í liálfhring
upp í gegnum afturrönd beinkragans.
Dýr þessi hafa því venð heldur ófrýnileg
ásýndum. Líkamslengd þeirra vai 8—9
metrar, og œtlað er að hauskúpan ein út
af fyrir sig hafi vegið tvœr smálestir.
Risadýr
frá miðöld jarðar
Eftir INGIMAR ÓSKARSSON
^| Það var í október árið
W(9 1874, að fregnir bárust
til vísindamanna um
það, að einkennileg bein
hefðu fundizt í jörðu í
nánd við „Svörtu hæðir“ í Dakota-
fylki i Bandaríkjunum. Amerískur
prófessor, O. C. Marsh, gekk ötul-
lega fram í því að safna þessum
beinum og rannsaka þau. En það
var hægara sagt en gert, því að í
fyrsta lagi var ekki hægt að kom-
ast á staðinn nema í hestvagni, og
í öðru lagi hafði herskáum Indí-
ánum verið fengið landsvæði þetta
til eignar og umráða. Marsh varð
því að semja við Indíánana um það
að fá að grafa upp beinin. En þeir
notuðu beinin sem verndargripi, og
þar að auki voru þeir tortryggnir.
Héldu þeir að verið væri að leita
að gulli í landi þeirra, og það því
fremur sem Marh varð að hafa með
sér marga fylgdarmenn og mikinn
útbúnað. En með lagni tókst hon-
um að yfirvinna erfiðleikana. Hann
fór alls 27 söfnunarferðir og safnaði
beinu úr jarðlögum frá Trías-, Jura-
og Krítartímanum.
En úr hverju voru þessi bein?
Þau voru úr stærstu dýrunum, sem
nokkurn tíma hafa lifað á jörðunni.
Það má gera sér dálitla hugmynd
um þessi útdauðu dýr, ef menn
hugsa sér, að stærstu hvalategundir,
sem nú lifa, væru búnar að fá fæt-
ur og stikuðu um þurrlendi jarðar.
En þessir risar voru ekki spendýr
Nóttúrufræðingurinn
81