Úrval - 01.11.1968, Blaðsíða 112
110
ÚRVAL
Telano hélt til fundar þessa,
vopnaður skammbyssu af Smith &
Wessongerð í buxnastreng sínum.
Þrem starfsfélögum hans var komið
fyrir á leyndum stöðum fyrir utan
klúbbinn til þess að koma honum
til hjálpar, ef hann gæfi þeim merki
um, að hann hefði lent í vandræð-
um inni í húsinu. Sicardo kom einn
til þessa fundar. Klúbburinn var
ekki opinn fyrir almenna gesti fyrr
en seint síðdegis. Og framkvæmda-
stjórinn fór á bak við vínskenkinn
til þess að framreiða drykki handa
þeim, meðan þeir biðu komu
mannsins, sem þeir væntu á hverri
stundu. Sicardo virtist mjög tauga-
óstyrkur.
„Mike, þú verður að gæta þess
vel, hvað þú segir við þennan ná-
unga. Þetta er heljarmikill stórkarl
í þessari grein, og hann kærir sig
ekkert um nein kjánalæti.“
„Hafðu engar áhyggjur af því.
Ég skal gæta mín.“
Telano sneri að dyrunum, sem
lágu að tómum klúbbsalnum. Hann
studdi öðrum olnboganum á vín-
skenkinn. Svo heyrði hann fótatak,
og hann lét höndina síga niður í
kjöltu sér til þess að geta gripið
til byssunnar tafarlaust. Þegar hinn
óþekkti eiturlyfjasali gekk inn úr
dyrunum, bar Telano kennsl á hann
tafarlaust.
Hann var um hálfsextugt. Andlit
hans var horað og strengt, hörku-
legt og algerlega tjáningarlaust.
Hann hafði arnarnef. Varir hans
voru þunnar og augun grá og
kuldaleg. Það var ekki hægt að
villast á þessum manni. Hér var
kominn Nicolas Golino, sem var á
skrá fylkislögreglu Pennsylvaniu-
fylkis sem einn af tíu helztu glæpa-
mannaforingjum í Philadelphiu—
Suður New Jersey svæðinu. Hann
var grunaður um að eiga sæti í
æðsta ráði Mafiuklíkunnar á svæði
þessu, en það ráð ákvað stefnu
Mafiunnar og framkvæmdir á henn-
ar vegum. Einnig var hann grun-
aður um að eiga aðild að allri skipu-
lagri glæpastarfsemi á svæði þessu.
Á sínum yngri árum hafði hann
verið lífvörður bófaforingja og
byssubófi, en samt var hann ekki á
sakaskrá. Eiturlyfjastofnunin hafði
engar ákærur á hann vegna eitur-
lyfjaviðskipta. ,
Golino settist á næsta barstól við
stól þann, er Telano sat á, og reyndi
að koma honum úr jafnvægi með
því að stara óaflátlega á hann. Grá
augu hans, sem hann virtist alls
ekki depla, voru eins og harðir,
lífvana steinar. Svo sagði hann
skyndilega: „Jimmy segir mér, að
þú hafir áhuga á því að kaupa í
heildsölu.“
Telano skýrði honum frá því, að
það væri mjög nauðsynlegt fyrir
hann að finna hið rétta samband
fyrir viðskiptavini sína á Vestur-
ströndinni. „Ég hef verið að reyna
það mánuðum saman að eiga við-
skipti við einhverja aðilja hérna,“
sagði hann kvörtunarrómi, „en ég
hef bara ekkert upp úr krafsinu
nema eintóm loforð.“
Golino hlustaði á hann, þangað
til Telano hafði þurrausið sig. Síð-
an sneri hann sér hægt að Sicardo
og spurði hann einnar spurningar.
„Jimmy minn, hvað lengi hefurðu
þekkt þennan náunga?"