Úrval - 01.11.1968, Blaðsíða 104
102
ÚRVAL
um eiturlyfjaneytendunum eða
vesælu eiturlyfjasölunum, sem
halda sig á strætum borganna. Höf-
uðpaurarnir vita það ofur vel, að
það er hægt að ákæra þá fyrir sam-
tök um sölu eiturlyfja, jafnvel þótt
heroin finnist kannske aldrei í fór-
um þeirra sjálfra. Síðasta áratug-
inn hefur Eiturlyfjastofnunin náð
í yfir 200 meiriháttara glæpamenn
í slíkum stórmálum, þar sem ákær-
an hefur hljóðað upp á „samsæri
um sölu eiturlyfja". Þar að auki
vita höfuðpaurar hinnar skipulögðu
glæpastarfsemi það ofur vel, að
fangelsisdómar fyrir eiturlyfjaaf-
brot eru harðir: 5 til 20 ár fyrir
fyrsta brot og 10 til 40 ár fyrir end-
urtekin brot. Og dómana verður þar
að auki að afplána að fullu, án þess
að það komi til greina, að fangi
sé látinn laus gegn drengskaparlof-
orði eða til reynslu vegna góðrar
hegðunar.
Af þessum ástæðum ákváðu höf-
uðpaurar Mafiunnar eitt sinn að
hætta algerlega öllum eiturlyfja-
viðskiptum. Á fundi sínum í Apala-
chin í New Yorkfylki árið 1957,
sem nú er orðinn frægur í sögu
glæpamála, samþykktu þeir og gáfu
út fyrirskipun um, að sérhver með-
limur Mafiunnar skyldi hafa 6
mánaða frest til þess að losa sig við
eiturlyf, er hann kynni að hafa með
höndum, og hætta algerlega öllum
eiturlyfjaviðskiptum. Sumir þeirra
gegndu ekki þessum úrskurði, og
þeir voru drepnir án nokkurrar
miskunnar. En er tímar liðu fram,
hófu aðrir eiturlyfjaviðskipti að
nýju af mikilli varkárni í fyrstu.
Gróðinn, sem í boði var, var blátt
áfram of freistandi til þess, að þeir
gætu staðizt mátið. Og svo kom að
því, að. málamiðlun náðist á þessu
sviði. Mafian átti framvegis aðeins
að verzla með heroin í stórum stíl,
en ekki stunda nein minni háttar
viðskipti. Hún skyldi hafa alger yf-
irráð yfir uppsprettum framboðsins
í Evrópu og nálægari Austurlönd-
um og tengslum við Bandaríkin. En
aðrir tóku svo við dreifingu og sölu
eiturlyfjanna, einkum svertingjar
og Puerto Ricanar í New York, sem
voru reiðubúnir til þess að hætta á
harða fangelsisdóma vegna gróð-
ans.
Levonian skildi þessar aðstæður,
og hann vissi, að lög þau, sem höfðu
mest að segja, hvað snerti með-
ferð og sölu eiturlyfja í Bandaríkj-
unum, voru Harrisonlögin. Þessi
lög eru í grundvallaratriðum ólík
öðrum lagaákvæðum, sem gilda um
glæpi. Og það er aðeins hægt að
skilja þau með því að kynna sér
hinar sagnfræðilegu ástæður fyrir
því, að þau voru samin. Rétt eftir
aldamótin var það algerlega lög-
legt að selja, eiga og nota morfín
og ópíum í Bandaríkjunum. Aðal-
efnið í hóstasaft þeirri, sem þá var
framleidd, var einmitt ópíum. Og
allir gátu keypt morfínpillur í
lyfjabúðum á 25 cent pilluna. Eit-
urlyfjaneyzla jókst hröðum skref-
um, og fleiri og fleiri urðu háðir
þessari nautn. Samkvæmt lækna-
rannsókn, sem var framkvæmd á
þessum árum, var 1 af hverjum
400 Bandaríkjamönnum forfallinn
morfínneytandi. (Enginn reyndi að
telja þá, sem svolgruðu ópíum-
hóstasaftina. Heroinpillur komu