Úrval - 01.11.1968, Blaðsíða 66
64
ÚRVAL
ÁRIÐ 1968 ÁRIÐ 2000
m mmi
ÍBÚATALA JARÐAR 3,5 MILLJARÐAR
6,5 MILLJARÐAR
W—41—j Q) CtJ C5 C?
W—j C-j C-3 Cj CtJ C-j ^Q
QQQQQQÖ QQQQQQQtt
CQ CQ CQ QQCQ CQ
SAMSVARANDI 6 MILLJARÐAR t. KOL 28 MILLJARÐAR t. KOL
ÁRSNEYZLA:
fæst meS því að brenna 1 kg af
kolum, en af því leiðir, að enda
þótt kola- og olíubirgðirnar séu um
100 sinnum meiri en úraníumbirgð-
irnar, þá getur úraníumið framleitt
þúsund sinnum meiri orku en kolin
og olían.
En nú væri ekki fráleitt að spyrja,
hvort ekki geti verið um aðrar að-
ferðir (og ef til vill ódýrari) að
ræða til orkuframleiðslu í stað kola,
olíu og jarðgass. Það má nefna
vatnsorku, vindorku, sólarorku,
jarðhita og orku sjávarfalla. Vatns-
orkan er þegar mikið notuð til raf-
magnsframleiðslu, en við athugun
kemur í ljós, að hún fullnægir ekki
nema litlu broti af orkuþörf mann-
kynsins, og er auk þess svo tak-
mörkuð, að hluti hennar af heild-
arorkuframleiðslunni mun fara
hlutfallslega minnkandi á næstu
árum. Talið er, að á næstu 10—20
árum muni vatnsorka jarðarinnar
verða að mestu fullnýtt.
Hinar orkutegundirnar, sem
nefndar voru, hafa verið mjög lít-
ið notaðar, miðað við heildarorku-
þörfina, og rannsóknir hafa leitt í
ljós að þær munu vart hafa úr-
slitaþýðingu í sambandi við orku-
vandamálið. En það er þó einn
möguleiki, sem ef til vill verður
nýttur í framtíðinni og getur
skapað mikið orkumagn, en það er
hin svonefnda fusion eða samruni
vatnsefniskjarna, einkum í hinu
þunga vatnsefni deuterium og hinu