Úrval - 01.11.1968, Blaðsíða 59
Þrátt fyrir allt. sem fundið hefur verið að Royal Albert Hall —
en hún er nú nærri hundrað ára orðin — er hún fyrir löngu
orðin ómissandi. Um hundrað milljónir áheyrenda hafa hlýtt
þar á hljómleika, eða horft á hnefaleika, snúizt í dansi, beðizt
fyrir á vakningasamkomum, œpt niður frambjóðendur og
ALBERT HALL
í Lundúnum
Eftir PAUL PERRIS
samþykkt ályktanir. Hún er ems og nokkurskonar
bæjarþingsalur Lundúna — þar sem menn komast ýmist
í ákafar geðshrœringar, eða í þægilega rósemi, eða þá
þeir verða léttir og ká.tir.
BV i k t o r í a drottning
sagði einhverntíma að
höllin væri eins og
komulagið — risavaxin
málamiðlun. Lundúnabúar kalla
hana í gamni „gasmælinn“ eða
grafhvelfinguna í Kensington.
Thomas Beecham, hljómsveitar-
stjóri, hefur sagt að hún sé til
svo margra hluta nytsamleg að
hundruðum skipti, nema til að halda
hljómleika (en til þess var hún
upphaflega byggð), og þegar
Richard Tauber átti að syngja þar,
blöskraði honum svo stærðin og
veggjavíddin að hann guggnaði á
að syngja og varð að endurgreiða
gestunum aðgangseyrinn.
Þrátt fyrir allt sem fundið hefur
verið að Royal Albert Hall — en
hún er nú nærri hundrað ára orð-
in — er hún fyrir löngu orðin
ómissandi. Um hundrað. milljónir
áheyrenda hafa hlýtt þar á hljóm-
leika, eða horft á hnefaleika, snúizt
í dansi, beðizt fyrir á vakninga-
samkomum, æpt niður frambjóð-
endur og samþykkt ályktanir. Hún
er eins og nokkurskonar bæjar-
þingsalur Lundúna — þar sem menn
komast ýmist í ákafar geðshræring-
ar, eða í þægilega rósemi eða þá
þeir verða léttir og kátir.
Þegar enska kvenréttindabarátt-
an stóð sem hæst árið 1908 tók ein
Das Beste
57