Úrval - 01.11.1968, Blaðsíða 63
ALBBERT HALL
61
stríðslokum. Hinn hátignarlegi
þungi byggingarinnar, sem öllum
þykir góð tilbreyttni frá hinum
dauða byggingastíl nútímans, sem
allur miðast við þarfirnar, skapar
mörg vandamál, og þeir sem sjá um
reiknmg stofnunarinnar hafa í
mörg horn að líta.
Allan ársins hring eru tveir menn
sífellt önnum kafnir við að halda
við og laga glerþakið og þakhell-
urnar, en það er líka margt annað
sem þarf að hreinsa eða endurbæta,
hressa upp á eða skipta um. Að
meðaltali eru tvö sæti færð til við-
gerðar á degi hverjum eða sett á
þau nýtt áklæði. Fyrir tveimur ár-
um voru lagðir 600 kílómetrar af
nýjum leiðslum um húsið.
Málun og viðhald hurða hefur
frá upphafi verið geysimikið verk.
Til skamms tíma vissi enginn hve
margar hurðirnar væru, og maður
sá í framkvæmdastjórninni sem
átti um þær að sjá, reyndi að telja
þær en gafst upp þegar hann var
kominn upp í 400. (Síðar hefur
hann komizt að þeirri niðurstöðu
að þær væru 828). Sami maður
kann margt af því að. segja að eng-
inn hægðarleikur er að kaupa gólf-
dúka og teppi í byggingu eins og
þessa, eða að skera það til. Þar
sem herbergi öll eru á milli stóra
salarins og hinna bogadregnu út-
veggja, er naumast nokkursstaðar
beinn veggur.
Eitt af meiriháttar viðfangsefn-
unum eru hreingerningar. Með
kjallaranum og loftsal (göngunum
undir hvelfingunni) er Albert Hall
á sjö hæðum, fjórar þeirra hafa
ganga allt umhverfis, svo eru enda-
laus stigahús. Fatageymslur fyrir
1200 starfsmenn og ellefu veitinga-
herbergi. Hreingerningafólkið þarf
36 nýja sópa á hverju ári og sex-
tíu skrúbbur.
Um þrjátíu manns vinna við veit-
ingastörfin, og fræg' er súpan sem
það eys úr hitakötlum sínum handa
þeim sem kaupa vilja eða þær
fjögurþúsund brauðsneiðar með
áleggi og kökuskammtar, sem eng-
in vandkvæði eru á að hesthúsa
þegar hnefaleikakeppni fer fram.
í kjallara eru mikil eldhús, svo
að ekki þarf að leita út fyrir húsið
eftir tilbúnum mat, en seinlegt er
að koma matnum upp í veitinga-
herbergin, því að það fer allt fram
með gamla laginu. í allri Albert
Hall er ekki nema ein lyfta, og
hana má ekki nota þegar tónleikar
eru, því að hávaðinn er mikill í
henni. Þessvegna verður að bera
mat og drykk upp alla hina mörgu
stiga og aka því eftir hinum löngu
göngum.
Þeir sem vísa til sætis eru karl-
menn, og er það óborguð heiðurs-
staða. Um það bil helmingur þess-
ara sjötíu manna sj álfboðasveitar
kemur til starfs á hverri sýningu.
Meðal þeirra eru kennarar, lög-
fræðingar, forstjórar og uppgjafa-
liðsforingjar. Sem þóknun fyrir að-
stoð sína fá þeir ekki annað en tvö
aðgangskort hvert kvöld, og enn-
fremur lítið silfurmerki til að bera
framan á sér.
Miðasalan selur á ári hverju um
tvær milljónir aðgöngumiða. Enda
þótt þarna séu hinar margvísleg-
ustu samkomur haldnar, og enda
þótt verðið sé oft breytilegt á hin-