Úrval - 01.11.1968, Blaðsíða 121
LIFANDI DAUÐl TIL SÖLU
119
hvern tíma milli klukkan átta að
kvöldi og miðnættist. Nú var klukk-
an farin að ganga tíu.
Skyndilega heyrðist rödd í lög-
reglusendistöð, sem falin var í borð-
inu á milli rúmanna: ,,Það er svart-
ur Buick um mílu vegar í burtu. í
framsætinu eru tveir menn.“
Telano fylgdist með því, er rödd-
in hélt áfram að skýra frá ferðum
Buicksins. Bíllinn hægði ferðina
fyrir utan gistihúsið, en bílstjórinn
beygði ekki inn í garð gistihússins.
(Telano gat sér til, að Sicardo hlyti
að vera í honum). Þess í stað var
honum ekið aftur á bak inn á af-
leggiara hjá hjólhýsabúðum gegnt
gistihúsinu. Bílstjórinn og farþegi
hans létu sig renna niður í fram-
sætið. Þeir gátu séð út um fram-
rúðuna. En svo virtist í fljótu bili,
að bíllinn væri tómur. Það var ekki
unnt að sjá annað, þeir einir, sem
vissu, að mennirnir voru þar, hefðu
getað komið auga á efst hluta höf-
uðsins.
En mennirnir í Buicknum vissu
bara ekki, að þeir höfðu lagt bíln-
um tæpa 10 metra frá hjólhýsi, sem
var troðfullt af lögregluþjónum og
hafði að geyma vopnabúr, sem hefði
getað ráðið niðurlögum troðfulls
langferðabíls af byssubófum. Hjól-
hýsið var einnig fjarskiptamiðstöð,
sem samræmdi framkvæmdir yfir
50 fylkislögregluþjóna og leynilög-
reglumanna, sem hafði verið fyrir-
skipað að handtaka alla meðlimi
eiturlyfjahringsins, sem hafði birgt
Nick Golino upp af heroini.
„Hvað finnst þér, Mike?“ spurði
John Bromley yfirlögregluþjónn í
senditækinu. Hann var yfirmaður
fylkislögregluliðs þess, sem sent
hafði verið á vettvang. Hann var
staddur í hjólhýsi lögreglunnar.
„Ætti ég að ná þessum tveim ná-
ungum núna?“
„Við skulum bíða svolítið og sjá,
hvað verður úr þessu,“ svaraði Tel-
ano.
Mennirnir tveir höfðu skipulagt
aðgerðir þessarar nætur alla vikuna.
Þeir höfðu átt fundi með yfirmönn-
um lögreglunnar í miðborg Phila-
delphiu og rætt þar um hvern þátt
hinna áætluðu aðgerða. Undirbún-
ingur þeirra hafði verið geysilega
nákvæmur og vandaður. Fjarskipta-
miðstöð Bromleys var í sambandi
við leynilögreglumenn, sem fylgd-
ust með heimili Sicardos, og einnig
í sambandi við 14 ómerktar sendi-
stöðvabíla, sem lagt hafði verið á
Black Horse Pike þjóðveginn með
nokkru millibili á allri leiðinni milli
Philadelphiu og Atlantic City. Þeir
höfðu verið staðsettir þannig, að
fylkislögreglumennirnir gætu skýrt
frá ferðum bíls Sicardos í talstöðv-
um sínum án þess að þurfa að elta
hann. Það skipti engu máli, úr hvaða
átt Sicardo mundi nálgast gistihús-
ið. Þeir höfðu búið sig undir alla
slíka möguleika.
Yfirmaður skrifstofu Eiturlyfja-
stofnunarinnar í New .York átti per-
sónulega að sjá um handtöku Tony
nebba, föður hans, Merlotti og Bi-
ani. Hópar manna voru reiðubúnir
að framkvæma handtökur þessara
manna, en þeim hafði samt öllum
verið fyrirskipað að aðhafast ekk-
ert, fyrr en þeir fengju skilaboð
um, að þeir Golino og Sicardo hefðu
verið handteknir.