Úrval - 01.11.1968, Blaðsíða 121

Úrval - 01.11.1968, Blaðsíða 121
LIFANDI DAUÐl TIL SÖLU 119 hvern tíma milli klukkan átta að kvöldi og miðnættist. Nú var klukk- an farin að ganga tíu. Skyndilega heyrðist rödd í lög- reglusendistöð, sem falin var í borð- inu á milli rúmanna: ,,Það er svart- ur Buick um mílu vegar í burtu. í framsætinu eru tveir menn.“ Telano fylgdist með því, er rödd- in hélt áfram að skýra frá ferðum Buicksins. Bíllinn hægði ferðina fyrir utan gistihúsið, en bílstjórinn beygði ekki inn í garð gistihússins. (Telano gat sér til, að Sicardo hlyti að vera í honum). Þess í stað var honum ekið aftur á bak inn á af- leggiara hjá hjólhýsabúðum gegnt gistihúsinu. Bílstjórinn og farþegi hans létu sig renna niður í fram- sætið. Þeir gátu séð út um fram- rúðuna. En svo virtist í fljótu bili, að bíllinn væri tómur. Það var ekki unnt að sjá annað, þeir einir, sem vissu, að mennirnir voru þar, hefðu getað komið auga á efst hluta höf- uðsins. En mennirnir í Buicknum vissu bara ekki, að þeir höfðu lagt bíln- um tæpa 10 metra frá hjólhýsi, sem var troðfullt af lögregluþjónum og hafði að geyma vopnabúr, sem hefði getað ráðið niðurlögum troðfulls langferðabíls af byssubófum. Hjól- hýsið var einnig fjarskiptamiðstöð, sem samræmdi framkvæmdir yfir 50 fylkislögregluþjóna og leynilög- reglumanna, sem hafði verið fyrir- skipað að handtaka alla meðlimi eiturlyfjahringsins, sem hafði birgt Nick Golino upp af heroini. „Hvað finnst þér, Mike?“ spurði John Bromley yfirlögregluþjónn í senditækinu. Hann var yfirmaður fylkislögregluliðs þess, sem sent hafði verið á vettvang. Hann var staddur í hjólhýsi lögreglunnar. „Ætti ég að ná þessum tveim ná- ungum núna?“ „Við skulum bíða svolítið og sjá, hvað verður úr þessu,“ svaraði Tel- ano. Mennirnir tveir höfðu skipulagt aðgerðir þessarar nætur alla vikuna. Þeir höfðu átt fundi með yfirmönn- um lögreglunnar í miðborg Phila- delphiu og rætt þar um hvern þátt hinna áætluðu aðgerða. Undirbún- ingur þeirra hafði verið geysilega nákvæmur og vandaður. Fjarskipta- miðstöð Bromleys var í sambandi við leynilögreglumenn, sem fylgd- ust með heimili Sicardos, og einnig í sambandi við 14 ómerktar sendi- stöðvabíla, sem lagt hafði verið á Black Horse Pike þjóðveginn með nokkru millibili á allri leiðinni milli Philadelphiu og Atlantic City. Þeir höfðu verið staðsettir þannig, að fylkislögreglumennirnir gætu skýrt frá ferðum bíls Sicardos í talstöðv- um sínum án þess að þurfa að elta hann. Það skipti engu máli, úr hvaða átt Sicardo mundi nálgast gistihús- ið. Þeir höfðu búið sig undir alla slíka möguleika. Yfirmaður skrifstofu Eiturlyfja- stofnunarinnar í New .York átti per- sónulega að sjá um handtöku Tony nebba, föður hans, Merlotti og Bi- ani. Hópar manna voru reiðubúnir að framkvæma handtökur þessara manna, en þeim hafði samt öllum verið fyrirskipað að aðhafast ekk- ert, fyrr en þeir fengju skilaboð um, að þeir Golino og Sicardo hefðu verið handteknir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.