Úrval - 01.11.1968, Blaðsíða 77

Úrval - 01.11.1968, Blaðsíða 77
NEYÐARHJÁLP AÐ NÆTTJRLAGI 75 í Stokkhólmi, að sjúklingurinn borgar fyrir vitjunina, en þarna er það ekki látið ganga jafnt yfir, heldur farið eftir efnum og ástæð- um. Tekjulitlir menn borga fimm krónur, þeir sem betur eru settir fimmtíu til níutíu krónur. Og þar sem langflestir eru tryggðir vegna veikinda, fá menn oftast tvo þriðju að minnsta kosti endurborgaða. Dr. Backer sagði mér, að læknir- inn fengi að meðaltali fjörutíu krónur (danskar) fyrir hverja vitj- un, og ef mikið er að gera getur orðið um einar tuttugu vitjanir að ræða á nóttu.“ Það er drjúgur skild- ingur fyrir ungu læknana," sagði hann. „Þar fyrir utan öðlast þeir við þetta starf ýmsa gagnlega reynslu. Og á hinn bóginn getur al- menningur nú reitt sig á að geta náð til læknis hvenær sem er.“ Af því að næturgreiðslurnar eru þetta háar, er enginn skortur á læknum sem vilja sinna starfinu, og til jafnaðar eru einir fimmtíu á biðlista. Þó er þetta starf enginn leikur, hefur í för með sér líkam- lega jafnt sem andlega áreynslu. Eftir kalli, sem kom um fjögurleyt- ið þurftum við að fara inn í skugga- lega hliðargötu, og lá leiðin að litlu einbýlishúsi. Útidyrnar voru loikáðar, og þó að læknirinn hringdi, varð engrar hreyfingar vart innifyrir. Hann hringdi nokkrum sinnum, og barði síðan kröftuglega að dyrum. Þegar séð var að hvorugt dugði kallaði læknirinn í fjarskiptasím- ann á lögreglu. Stuttu síðar var gæzlubifreið komin á vettvang og opnuðu lögregluþjónarnir dyrnar á sinn hátt. Á neðri hæðinni fann læknirinn mann liggjandi meðvitundarlausan í gólfinu og hélt hann enn á heyrn- artólinu í hendinni. Hann hafði fengið hjartaslag, og hafði rétt að- eins heppnazt að hringja í neyðar- númerið — 0040 — og stamað út úr sér nafni og húsnúmeri áður en hann hné út af. Hann var lifandi, og stundarfjórðungi síðar var hann kominn á sjúkrahúsið. Neyðarhjálpin til lækninga kostar í Kaupmannahöfn um 1.7 milljónir króna (danskar) á ári. Hluta af kostnaðinum bera læknarnir sjálf- ir, því að þeir greiða tveggja krónu afgjald af hverri vitjun. Hitt kem- ur frá sjúkrasamlögunum, og er það meira en sextíu af hundraði. Sjúkrasamlögin telja ekki eftir þetta framlag, telja að auk sjálfrar nauð- synjarinnar, spari þetta fyrirkomu- lag þeim töluvert, því að mannslif- um sé bjargað, og sjúkdómum og sjúkralegum stundum afstýrt. „Neyðarhjálp læknanna" í Vest- ur-Berlín, kostar á ári um 500.000 mörk og borgar samband sjúkra- samlagslækna þá upphæð. Lækn- arnir fara í einar 95.000 vitjanir á ári, eftir því sem forstjóri sam- bandsins, dr. Bleisch sagði mér. Enn fremur sagði hann mér að þegar farsóttir gengju kæmist vitjanatal- an allt upp í fjögur hundruð á nóttu. í Frakklandi var stofnað til neyð- arhjálpar næturlækna árið 1966 af Dr. Marcel Lascar, og bykir Parísar- búum sú hjálp nú ómissandi. En fátæklegar eru skrifstofur hans í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.