Úrval - 01.11.1968, Blaðsíða 85
RISADÝR FRÁ MIDÖLD JARÐAR
83
nærri um það, hvernig holdið var
á beinagrindinni, þá var eftir að
sjá út rétta lögun og limaburð dýrs-
ins. Hvað fæturna snertir, höfðu
sumir dýrafræðingar fætur fílsins
til fyi-irmyndar og létu hinn mikla
búk hvíla á fjórum sterkum stoð-
um. Aðrir álíta að fæturnir hafi
verið bognir um olnbogana og hnén,
og hefur þá dýrið verið dálítið út-
skeift. Hér verður ekki lagður dóm-
ur á það, hvorir hafi rétt fyrir sér.
Við uppsetningu á eðlunni hefur
hálsinn verið hafður S-beygður í
líkingu við strútsháls.
Álitið er, að þórseðlan hafi verið
hægfara dýr. Hún var jurtaæta, það
sýna tennurnar. Hún hafðist við í
flóum, í fenjum eða vötnum og
nærðist á safaríkum plöntum, sem
þar uxu. Svona stór skepna hefur
þurft ósköpin öll að eta. Reiknað
hefur verið út, að hún hafi varla
komizt af með minna en um 400
kg á dag. Álitið er að eðla þessi
hafi getað verið á kafi í vatni, þegar
því var að skipta, og hefur það ver-
ið henni mikil vörn gegn grimmum
ráneðlum, sem lifðu á landi. Menn
halda, að þórseðlan hafi getað lifað
í 200 ár. Fullkomin beinagrind af
henni er til á Náttúrugripasafni
New York-borgar.
Þórseðlan telst til hinna svoköll-
uðu trölleðla, sem á vísindamáli
kallast Dinosaurus. Deinos þýðir
KambeÖla.