Úrval - 01.11.1968, Blaðsíða 73

Úrval - 01.11.1968, Blaðsíða 73
HELGISAGAN UM MASADA 71 á næturna,“ sagði einn sjálfboða- liðinn. Þrátt fyrir þetta hélt verkið áfram. Þá var það dag nokkurn, þegar verkafólkið var að grafa í öskunni og lausagrjótinu, að þeir rákust á óyggjandi staðfestingu á síðasta viðnámi ofsatrúarmannanna. „Við stóðum steini lostin og horfð- um í lotningu á það, sem við höfð- um uppgötvað," segir Yadin í bók sinni MASADA (útgefin 1966 af Weidenfeld og Nicolson). ,,Þar sem við stóðum þarna og horfðum, lifð- um við upp síðustu og sorglegustu andartök þessa mikla harmleiks. í þrepunum, sem lágu niður í sund- laugina í baðhúsi Heródesar og á jörðinni í kring voru leifar þriggja beinagrinda. Ein þeirra var af manni um tvítugt. Við hlið hennar fundum við leifar af silfurbrynjum, tugi örva og hluta af bænasjali. Ekki langt þar frá var beinagrind ungrar konu, og höfuðleður hennar hafði varðveitzt óskemmt vegna þess, hversu loftslagið er þurrt. Svart hár hennar var fagurlega fléttað, eins og það væri nýgreitt. Þriðja beina- grindin var af barni. Enginn efað- ist um það, að það sem við sáum, voru leifar sumra þeirra, er vörðu Masada.“ Seinna gróf Yadin upp 25 beina- grindur, en líkamsleifar þeirra sem eftir voru, hafa aldrei fundizt. Ef til vill grófu Rómverjar þá. En sögulegasti fundurinn var, þegar 11 dularfull brot úr steinkerum, sem á var letrað með hebrezku letri, fundust. Á hvert þeirra var letrað eiginnafn eða gælunafn, þar á með- al nafn ben Ya’ÍR og tíu annarra foringja ofsatrúarmannanna. Forn- leifafræðingar velta því fyrir sér, hvort þessi dýrmætu brot gætu hafa verið notuð við að varpa hlut- kestinu fyrir um það bil 20 öldum. Við uppgröftinn í Masada kom í ljós 6 mílna langur veggur í virk- inu, rústir af höll Heródesar, með sundlaug og hásætisherbergi, en veggir þess voru skreyttir máluð- um myndum, bænahús, brot úr vín- og kornkerum, ásamt ögnum af þurrkuðum mat, döðlum, salti, hveiti, olívusteinum og granatepl- um, sem Gyðingarnir höfðu sk’Iið eftir. Þarna voru brons- og silfurpen- ingar, sem slegnir voru í bylting- unni, hrúgur af steinum, sem skotið hafði verið úr rómverskum víg- slöngum, olíulampar úr keramik, margskonar brot úr leirkerum og snyrtiáhöldum, og jafnvel fundust slitur af 14 leður- og bókfellshand- ritum, eitt þeirra innihélt svipaðan texta og handritin, sem fundust við Dauðahafið 1947. „Þessar uppgötvanir hafa gífur- legt vísindalegt gildi,“ lýsti Yadin yfir. „En Masada er fyrst og fremst tákn. Hún er minnismerki lítilmag- ans gegn ofureflinu, síðasta barátta þeirra, sem heldur vildu dauðann en þrælkun og ánauð.“ Á hverju ári fara þúsundir ungra fsraelsmanna í pílagrímsferð upp á tind Masada og fer þar fram að kvöldlagi athöfn sú er nýliðar í ísraelska hernum vinna hollustu- eið með þessum orðum: „Masada mun ekki falla aftur.“ Masada er tákn sjálfstæðis og hugrekkis um víða veröld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.