Úrval - 01.11.1968, Blaðsíða 99
LIFANDI DAUÐI TIL SÖLU
97
Lifandi
dauði
til
sölu
Eftir
ALVIN
MOSCOW
Nú höfðu þeir Leon
Levonian og Pierre Tri-
gano falið 25 kíló af
hreinu heroini á góðum
stað í leiguíbúð sinni í
Kewgörðum, úthverfi úti á Löngu-
eyju ekki langt frá New York-borg.
Og þá hófust þeir handa um að
framkvæma skipanir þær, sem þeir
höfðu fengið í Frakklandi. Þeir áttu
að framkvæma tvö verkefni í
Bandaríkjunum. Annað var fólgið í
því að rukka inn peninga, sem viss-
ir aðiljar skulduðu Dominique Ben-
ucci, höfuðpaur eiturlyfj ahringsins
í Marseille. Hitt var falið í því að
selja heroinið. Þeir tóku að vinna
að framkvæmd fyrra verkefnisins,
strax og síminn hringdi. Levonian
svaraði honum: „Er þetta Francois?"
spurði rödd í símanum.
„Já,“ svaraði Levonian. Francois
var dulnefnið, sem hann hafði kosið
að nota í Ameríku.
„Ég vildi gjarnan ákveða vissan
tíma til þess að hittast á morgun.“
„Ágætt, vinur minn verður þar.“
Levonian lagði niður taltækið og
brosti ánægjulega. Hann var hálf-
fertugur að aldri, þrekvaxinn, með
hvelfda bringu og stuttfættur. And-
lit hans var ávalt og glaðlegt. Hann
hafði langt nef og stór, brún augu
undir svörtum, stílhreinum auga-
brúnum. Hann áleit sjálfan sig ljóm-
andi myndarlegan. En Levonian var
líka haldinn þeirri yfirgengilegu hé-
gómagirni og siðlausu sjálfselsku,
sem einkennir meiri háttar glæpa-
menn um víða veröld.
Hann vissi, að upphringingin var
merki um, að hann skyldi búa sig
undir „innheimtu“, þ.e. viðtöku
greiðslu frá Mafiunni fyrir heroin-
sendingu. Og klukkan 1 eftir hádegi
næsta dag komu þeir Trigano til
Rockefeller Plaza inni í New York.
Pierre gekk yfir að franskri bóka-
búð og keypti Parísardagblað, en
Leon beið í nokkurri fjarlægð frá
honum. Nokkrum augnablikum síð-
ar nálgaðist maður einn Pierre.
„Ert þú Pierre Trigano?"
„Já.“
„Geturðu sýnt mér einhverja
sönnun þess?“
Trigano rétti honum vegabréf sitt,
sem maðurinn athugaði gaumgæfi-
lega. Hann virtist nú verða ánægð-
ur og rétti Pierre langt, brúnt um-
slag, sem límt var yfir með þrem
límböndum. Trigano leit undir lím-
böndin til þess að sjá, hvort þar
leyndust sérstök merki. Merki þessi
áttu að sýna, að umslagið hafði ekki
verið opnað og límt aftur að því