Úrval - 01.11.1968, Blaðsíða 90
88
ÚRVAL
FlugeOla.
ingsins. Sennilega hefur sandbylui’
orðið þjófnum að bana, þegar hann
var í þann veginn að innbyrða egg-
in.
Beinagrindur af svonefndum nef-
eðlum (Corythosaurus hafa fundizt
í Norður-Ameríku, í Síberíu og í
Kína í jarðlögum, sem eru til orð-
in seint á Krítartímanum. Nafn sitt
hafa eðlur þessar fengið af því, að
skoltarnir á þeim eru teygðir fram
í eins konar nef, ekki ósvipuðu
andarnefi. Margar tegundanna voru
vatnadýr og höfðu sundfit á milli
tánna. Nokkrar þeirra voru með
stóran kamb ofan á hausnum. Glæsi-
legasti fulltrúi nefeðlanna var and-
areðlan (Trachodon). Hún var um
10 metrar á lengd og 4 metrar á
hæð — allra myndarlegasta önd
það! Goggurinn var tenntur og stóðu
tennurnar í þéttum röðum, allt að
2 þúsund talsins. Afturfæturnir
voru mun stærri og sterklegri en
framfæturnir, og hefur eðlan senni-
lega notað þá mest til gangs. Hún
lifði á safaríkum vatnajurtum, enda
haldið sig mest í vatni. Andareðlur
hafa eingöngu fundizt í krítarlögum
Norður-Ameríku.
Á miðöld jarðar hafa lifað all-
margar tegundir af eðlum, sem
voru kjötætur, og áttu þær aðallega
heima í sjó, þó sennilega á grunn-
sævi. Flestar voru skepnur þessar
illvígar og lifðu á ránum, enda hafa
þær verið nefndar ráneðlur. Sam-
tímis andareðlunni var uppi ein hin
ægilegasta ráneðla jarðsögunnar:
Tyrcmnasaurus. Eðla þessi var um
15 metrar á lengd og 5 metrar á
hæð. Hausinn var einn metri á
lengd, og ginið afarvítt með 15 cm
lngum tönnum í tveim röðum. Aft-
urfæturnir voru afar sterklegir, og
á þeim gekk dýrið hálfupprétt, því
að framlimir þess voru svo smáir,
að þeir komu að litlu haldi. Rófan
var löng og aflmikil. Tvær heilar
beinagrindur af þessari eðlu hafa
fundizt í Montana, nyrzt í Banda-
rfkjunum. Hafa beinagrindurnar
verið settar upp í Náttúrugripasafni
New-York-borgar og eru þar al-