Úrval - 01.11.1968, Blaðsíða 113
LIFANDI DAUÐI TIL SÖLU
111
Telano gat íundið til fiðrings í
maganum. Ef Sicardo viðurkenndi,
hve lítið hann vissi, gæti farið svo,
að Golino labbaði burt án þess að
segja orð. Ef hann lygi aftur á móti,
átti hann á hættu að vekja reiði
mjög hættulegs manns.
„Fjandinn hafi það, ég hef þekkt
þennan náunga í 20 ár,“ sagði
Sicardo.
Gohno sneri sér aftur að Telano.
„Þú ert nú laus úr öllum þínum
vandræðum, drengur minn,“ sagði
hann. „Ég get útvegað þér, hvað
sem þú vilt, ómengaða vöru, allt
frá hálfu kílói upp í heilt tonn.“
„ÞETTA ER BEZTI MAÐUR“
Meðan Telano vann að uppljóstr-
un málsins og fikraði sig smám
saman áleiðis að markinu, færðist
heroin Levonians stöðugt nær hin-
um endanlega ákvörðunarstað: eit-
urlyfjaneytandanum. Þegar Stóri-
Jói Biani hafði tekið við fyrstu 10
kílóunum í kjallaraherberginu í
Houstonstræti, fór hann tafarlaust
með þau á fimd hávaxins bófa, er
gekk undir nafninu „Tony nebbi“.
Anthony Martino var ekki annað
en vinnuþræll, sem vann sér inn
200 dollara á viku fyrir að afhenda
eiturlyf á tilætlaða staði. Hann var
einn þeirra, sem lægst var settur í
glæpahring Bianis. Enrico, faðir
Tonys hafði verið leynivínsali á
þriðja áratug aldarinnar og bjó nú
í ósköp venjulegu húsi úti á Löngu-
eyju fyrir utan New York. Tony ók
þangað og fór með heroinið beina
leið upp á háaloft. Þetta var
geymslustaður Bianis, felustaður
fyrir miklar birgðir af eiturlyfjum.
Þessa sömu nótt hjálpaði Tony föð-
ur sínum að undirbúa fyrstu blönd-
unina, sem Mafian leyfði höfuð-
paurum sínum að framkvæma, áð-
ur en eiturlyfin voru seld til
„svæðissala", þ.e. eiturlyfjasalanna,
sem höfðu söluumboð fyrir viss
svæði.
Enrico tók tvær únsur (56,8
grömm) af heroini úr hverjum
hálfkílópoka, og í þeirra stað setti
hann blöndu af mjólkursykri og
mjólkurseyði. Síðan var bætt við
örlitlu af kínindufti til þess að leyna
mjólkurbragðinu og mynda hið
beiska bragð, sem er af ómenguðu
heroini. Þegar hann hafði lokið við
að blanda þannig í pokana, höfðu
hin upprunalegu 10 kíló aukizt og
voru nú orðin að 11 kílóum og 142
grömmum. Hreinleiki heroinsins
var nú reyndar ekki sá sami og áð-
ur, heldur var hann kominn niður
í 77%. En flestir viðskiptavinir
mundu reyndar álíta heroin með
þeim styrkleika vera hreint og
ómengað.
Þessu blandaða heroini var nú
pakkað að nýju í hálfkílóspoka.
Það voru nýir, tvöfaldir pokar úr
glassine. Þeir voru síðan heftir aft-
ur og settir ofan í brúna pappírs-
poka, sem voru einnig heftir aftur.
Nú var varan tilbúin til afhendingar.
Þessir pokar litu eins sakleysislega
út og 22 pokar með einhverri mat-
voru í matvöruverzlun. En eini
munurinn var nú sá, að það, sem
Stóri-Jói Biani hafði keypt á 125.
000 dollara, var nú hægt að selja
fyrir 200.000 dollara.
Biani lét Frank Merlotti, félaga
sinn um söluna. Merlotti bjó í dýrð-