Úrval - 01.11.1968, Blaðsíða 44
42
ÚRVAL
þeirra, efnasamsetningu, þyngd,
hitastig, fjarlægð þeirra héðan af
jörð og sín á milli, og hraðann á
flugi þeirra um geiminn. En viljum
við reyna að setja okkur þessa hluti
fyrir hugskotssjónir, þá hljótum við
að leggja á þá jarðneskan mæli-
kvarða, hvort sem okkur líkar bet-
ur eða verr. En auðvitað villir þetta
fyrir manni. Það er jafnvel ekki
allskostar auðvelt að hugsa sér að
jörðin sé hnöttur. Sólin, sem við
hugsum okkur hnattlaga, og auð-
vitað er hún það, gæti falið í sér
1.3 milljónir af hnöttum jafnstórum
jörðinni, og þvermálið er 109-falt.
Maður sem stendur hjá Eiffelturni,
má virðast mjög lítill í samanburði
við turninn, en í samanburði við
jörðina er hann svo miklu minni, að
nemur einum á móti 7.5 milljónum.
Þvermál sólarinnar er aftur á móti
1.391.000 km! Hún er í 150 milljóna
kílómetra fjarlægð héðan. Sú flug-
vél sem mestum hraða hafði náð
fram í júní 1961 flaug 5797 km á
klukkustund. Með slíkum hraða
nætur og daga mánuð eftir mánuð
mundi flugvélin þurfa tvö ár og 344
daga til að komast alla leið til sól-
arinnar. En eftir að Gagarín flaug
Vostok umhverfis jörðu (12. apríl
1961) breyttist þetta viðhorf til
muna, og Vostok hefði komist þessa
vegalengd á 224 dögum. Ljósið fer
300.000 km á sekúndu, það er rúmar
8 mínútur á leiðinni milli sólar og
jarðar og rúma sekúndu milli jarð-
ar og tungls, en frá næstu fasta-
stjörnu og hingað er það 4.3 ár á
leiðinni, frá Síríusi 9 ár, frá Betel-
geuse h.u.b. 270 ár. Fjarlægustu
vetrarbrautir sem unnt hefur verið
að taka myndir af (á afarnæmar
ljósmyndaplötur í stjörnusjám) eru
í h.u.b. fimm þúsund milljón ljós-
ára fjarlægð! Og ljósið fer 9.463.000.
000.000 km á ári.
Það mætti nægja til skilningsauka
á stærð sólarinnar að virða fyrir sér
fjarlægð tunglsins frá jörðu. Hún
er 385.000 km, en þetta er rúmlega
hálft þvermál sólarinnar. Með öðr-
um orðum, þvermál sólarinnar er
nálega jafnt þvermálinu af braut
tunglsins umhverfis jörðu.
Rannsóknir á yfirborði sólarinnar
hafa leitt furðulega hluti í ljós.
Fyrrum var álitið að sólin væri öll
ljómandi og flekklaus, en þegar hún
er skoðuð í firðsjá, sést, að því fer
fjarri að svo sé. Það sem þá blasir
við, er líkt vellandi grautarpotti, og
er grauturinn næsta kekkjóttur, en
þess er að gæta, að hver „kökkur“
er á stærð við allt Frakkland eða
Spán. Ef til vill er þarna um að
ræða ský úr loftkenndu efni, sem
þyrlast með ofsahraða. En auk
þessara ,,kekkja“ má sjá aðra svart-
ari og stærri, hina frægu sólbletti,
sem ýmist eru einir sér eða margir
í hóp, þeir breyta einnig um stærð
og lögun og geta orðið meira en
300.000 km að þvermáli. Galilei
varð manna fyrstur til að finna þá,
og mun hafa séð þá í sjónauka sín-
um. Hinir stærstu sjást með berum
augum þegar sól er að setjast, og í
gömlum annálum frá tíma Karls
mikla er getið um þetta. Þeir eru
enn sem komið er, vísindamönnum
ráðgáta. Helzt er haldið að þetta
séu segulsvið, þar sem hitastigið er
lægra en á hinum pörtunum af yf-
irborði sólarinnar. Það er mjög eft-