Úrval - 01.11.1968, Blaðsíða 114

Úrval - 01.11.1968, Blaðsíða 114
12 ÚRVAL legri íbúð í Eystra 63. Stræti á Manhattan. Merlotti hafði ekki ver- ið við eina íjölina felldur um dag- ana. Hann hafði verið peningafals- ari. Einnig hafði hann rekið tvo fjárþvingunarhringa og verzlað með stolnar whiskysendingar. Svo hafði hann að lokum aflað sér fótfestu í eiturlyfj ahring Bianis og fengið þar starf við sitt hæfi. Stóri-Jói var samt hinn raunverulegi eigandi hringsins. Það var hann, sem hafði öll samböndin erlendis. hann sá einnig um innkaupin. Og það var hann, sem tók ákvarðanir um blöndun og styrkleika þess heroins, sem selja skyldi. Merlotti var bara sölustjóri Bianis. Hann seldi aðeins í kílóatali, eitt eða fleiri kíló í senn. Og hann seldi völdum viðskipta- vinum. Og salan fór fram í einrúmi heima í íbúð hans. Það voru ýmsir eiturlyfjasalar frá mörgum borgum, sem keyptu af Merlotti. Og tveir af beztu föstu viðskiptavinunum heimsóttu hann einmitt í íbúð hans í Eystra 63. Stræti, skömmu eftir að Tony nebbi var búinn að blanda heroin Levoi- ans og pakka því að nýju. Annar þeirra var Nicolas Golino, sem bað um hálft kíló til þess að selja nýjum viðskiptavini, Telano að nafni. Merlotti varð bálreiður. „Nú, sagðirðu honum ekki, að við seljum aldrei minna en kíló í einu? Það er heimskulegt af þér að semja um kaup á hálfu kílói. Það eru ein- mitt þannig músarholuviðskipti, sem geta komið þér í vandræði.“ En Golino hélt áfram að biðja hann. „Þetta er bezti maður,“ sagði hann. „Hann ætlar sér að kaupa 3—5 kíló reglulega framvegis, en hann vill bara fara varlega í fyrsta skipti. Mér geðjast að því sjónar- miði. Hann kemur vel fyrir, og ég treysti honum.“ Að lokum samþykkti Merlotti að selja'honum hálft kíló og gerði ráð- stafanir viðvíkjandi afhendingu vörunnar. Tony nebbi átti að af- henda vöruna í gistihúsi einu í New York. Merlotti sá aldrei né snerti eitt korn af heroini sjálfur. Hinn viðskiptavinurinn, sem heimsótti Merlotti, kom akandi til íbúðar hans í kádiljálk. Hann ók kádiljálknum inn í neðanjarðar- bílgeymsluna við bakhlið hússins. Hann lagði bílnum á bás, sem var merktur 7-K, sem var númerið á íbúð Merlottis. Hann steig út úr bílnum, læsti öllum fjórum hurðum hans og opnaði lokið á farangurs- geymslunni, sem hafði verið læst. Hann lyfti því örlítið, en þó ekki svo, að það sæist inn í farangurs- geymsluna. Svo steig hann inn í lyftuna og fór upp í íbúð Merlottis. Þetta var Angie Minetti, og var samband hans við Mafiuna alveg sérstakt. Þótt hann lyti yfirstjórn þeirra Bianis og Merlottis, þá var hann einnig sjálfstæður eiturlyfja- sali, sem hafði komið á laggirnar eiturlyfjasölu með blessun Merlott- is. Hann var einn af stærstu eitur- lyfjasölunum í negrahverfinu Har- lem í New York og var nú kominn til þess að greiða Merlotti 35.000 dollara fyrir síðustu sendinguna af heroini, sem hann hafði selt, en jafnframt ætlaði hann að ná í þrjú kíló í viðbót.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.