Úrval - 01.11.1968, Blaðsíða 36
34
ÚRVAL
unarástandi, þ. e. þegar dýrin eru
hvorki að hugsa um sult, óvini eða
ósamkomulag í hópnum. En þetta
gildir þó aðeins um hinn endanlega
árangur, sjálfa sýninguna á sviðinu.
En fyrst verður dýrið auðvitað
að læra hvað það á að gera, og það
gengur ekki alltaf eins og í sögu.
Að vísu er dýratemjarinn ekki með
neinn hávaða á æfingunum, en það
er starfað sleitulaust og markvisst,
og áfram er haldið þar til dýrið
hefur skilið hvað það á að gera.
Flest sirkusdýr byrja nefnilega al-
gerlega ótamin, því að dýratemjar-
anum gengur bezt að temja þau
dýr, sem aðrir hafa ekki haft af-
skipti af.
Hediger segir, að tamning sýning-
ardýra sé fólgin í því að fá dýrið,
með persónulegri hvatningu, til að
framkvæma ákveðinn verknað, sem
það að vísu þekki úr náttúrlegu um-
hverfi sínu, en hafi aldrei fram-
kvæmt fyrr við slíkar kringum-
stæður.
Kennarinn notar sér sem sé at-
hafnir, sem dýrið þekkir úr nátt-
úrunni, og allar eðlilegar hreyfing-
ar. Hvernig er nú hægt að beita
þessari aðferð við villt og ótamin
dýr eins og t. d. ljón og tigrisdýr?
Dýratemjarinn getur ekki snert þau
og ekki heldur lokkað þau með því
að rétta þeim lostætan bita. —- En
hann þekkir aðra möguleika til þess
að temja ung rándýr. Dýrunum er
nefnilega meðsköpuð svonefnd
flóttafjarlœgð, þ.e. ákveðin fjar-
lægð, þar sem dýrið leitar skjóls
fyrir óvini eða flýr til. Fjarlægðin
er breytileg eftir umhverfinu, hætt-
unni, sem stafar af óvininum og
reynslu dýrsins. En þegar dýrið
uppgötvar smám saman, að þetta
viðbragð sé óþarft, getur það horf-
ið á stuttum tíma, einkum hjá ung-
um dýrum.
En hvað gerist, ef flótti er ekki
mögulegur? Þá er mikil alvara á
ferðum: óvinurinn er kominn
hættulega nálægt, fjarlægðin milli
hans og dýrsins er of lítil. Dýrið
snýst þá til varnar með kjafti og
klóm. Rándýrið hniprar sig saman
og teygir fram loppurnar, en björn-
inn rís upp á afturfæturna.
í báðum tilfellum, ef fjarlægðin
er nægilega mikil, og eins ef hún
er of lítil, verður tamningamaður-
inn að gæta þessarar reglu: Ef ég
kem of nálægt dýrinu, ræðst það
á mig, þ. e. kemur í áttina til mín,
en ef ég er styttra frá því en svo-
nefndri flóttafjarlægð nemur, þá
hleypur það burt.
List tamningamannsins er sem
sagt sú, að geta stjórnað ótömdu
villidýri í búrinu, án þess að það
ráðist á hann.
Þetta er hægar sagt en gert. í
þessum hættulega leik er svipan
þýðingarmesta tæki tamninga-
mannsins. Dýrin líta áreiðanlega á
svipuna sem hluta af líkama manns-
ins. Þegar svipuólin þýtur með
smelli í áttina til ljónsins eða tigr-
isdýrsins — að sjálfsögðu án þess
að hitta — þá finnst dýrinu hún
vera hluti af tamningamanninum,
og fari hún inn fyrir mörk flótta-
fjarlægðarinnar, hopar dýrið og
það er hægt að reka það hvert sem
er í búrinu.
Komi svipan enn nær dýrinu og
sé flótti útilokaður af grindum