Úrval - 01.11.1968, Side 36

Úrval - 01.11.1968, Side 36
34 ÚRVAL unarástandi, þ. e. þegar dýrin eru hvorki að hugsa um sult, óvini eða ósamkomulag í hópnum. En þetta gildir þó aðeins um hinn endanlega árangur, sjálfa sýninguna á sviðinu. En fyrst verður dýrið auðvitað að læra hvað það á að gera, og það gengur ekki alltaf eins og í sögu. Að vísu er dýratemjarinn ekki með neinn hávaða á æfingunum, en það er starfað sleitulaust og markvisst, og áfram er haldið þar til dýrið hefur skilið hvað það á að gera. Flest sirkusdýr byrja nefnilega al- gerlega ótamin, því að dýratemjar- anum gengur bezt að temja þau dýr, sem aðrir hafa ekki haft af- skipti af. Hediger segir, að tamning sýning- ardýra sé fólgin í því að fá dýrið, með persónulegri hvatningu, til að framkvæma ákveðinn verknað, sem það að vísu þekki úr náttúrlegu um- hverfi sínu, en hafi aldrei fram- kvæmt fyrr við slíkar kringum- stæður. Kennarinn notar sér sem sé at- hafnir, sem dýrið þekkir úr nátt- úrunni, og allar eðlilegar hreyfing- ar. Hvernig er nú hægt að beita þessari aðferð við villt og ótamin dýr eins og t. d. ljón og tigrisdýr? Dýratemjarinn getur ekki snert þau og ekki heldur lokkað þau með því að rétta þeim lostætan bita. —- En hann þekkir aðra möguleika til þess að temja ung rándýr. Dýrunum er nefnilega meðsköpuð svonefnd flóttafjarlœgð, þ.e. ákveðin fjar- lægð, þar sem dýrið leitar skjóls fyrir óvini eða flýr til. Fjarlægðin er breytileg eftir umhverfinu, hætt- unni, sem stafar af óvininum og reynslu dýrsins. En þegar dýrið uppgötvar smám saman, að þetta viðbragð sé óþarft, getur það horf- ið á stuttum tíma, einkum hjá ung- um dýrum. En hvað gerist, ef flótti er ekki mögulegur? Þá er mikil alvara á ferðum: óvinurinn er kominn hættulega nálægt, fjarlægðin milli hans og dýrsins er of lítil. Dýrið snýst þá til varnar með kjafti og klóm. Rándýrið hniprar sig saman og teygir fram loppurnar, en björn- inn rís upp á afturfæturna. í báðum tilfellum, ef fjarlægðin er nægilega mikil, og eins ef hún er of lítil, verður tamningamaður- inn að gæta þessarar reglu: Ef ég kem of nálægt dýrinu, ræðst það á mig, þ. e. kemur í áttina til mín, en ef ég er styttra frá því en svo- nefndri flóttafjarlægð nemur, þá hleypur það burt. List tamningamannsins er sem sagt sú, að geta stjórnað ótömdu villidýri í búrinu, án þess að það ráðist á hann. Þetta er hægar sagt en gert. í þessum hættulega leik er svipan þýðingarmesta tæki tamninga- mannsins. Dýrin líta áreiðanlega á svipuna sem hluta af líkama manns- ins. Þegar svipuólin þýtur með smelli í áttina til ljónsins eða tigr- isdýrsins — að sjálfsögðu án þess að hitta — þá finnst dýrinu hún vera hluti af tamningamanninum, og fari hún inn fyrir mörk flótta- fjarlægðarinnar, hopar dýrið og það er hægt að reka það hvert sem er í búrinu. Komi svipan enn nær dýrinu og sé flótti útilokaður af grindum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.