Úrval - 01.11.1968, Blaðsíða 13
GIMFUGLAR
11
við þekkingu manna á þessum fugl-
um, svo aðdáanlega fögrum, að hver
maður, sem myndirnar sér, hlýtur
að hrífast.
En maður þessi, sem slíkt auðn-
aðist, var stuttu áður aðalforstjóri
eins hins mesta verzlunarfyrirtæk-
is, Du Pont hlutafélagi í Delavare.
Greenwelt hlaut menntun sína við
tæknifræðideild háskólans í Massa-
chusetts, og hann hefur einkarétt á
átján uppfinningum, efnafræðilegs
eðlis. Hann helgaði sig einkum ljós-
myndatækni, og árið 1922, skömmu
áður en hann gekk í þjónustu Du
Pont, gerði hann hina fyrstu upp-
götvun sína á því sviði, en það var
nýjung, sem gerði kleift að ná
myndum af blómum, sem eru að
ljúkast upp og sprotum sem spretta.
Þremur áratugum síðar gerði hann
uppgötvun, sem leiddi til þess að
honum tókst að ná skýrum mynd-
um af kólibrífuglum á flugi, en það
hafði engum tekizt um sumar teg-
undirnar.
Hvenær sem hann mátti því
sinna, vegna annarra starfa, fór
hann til Suður-Ameríku, til eyði-
marka Norður-Afríku og til Antill-
eyja. Til þess að ná færi á fuglun-
um þurfti bæði mestu þolinmæði og
snarræði. Tæki hans vógu rúmlega
100 kg, og íþyngdu honum til baga.
En honum tókst að lokka fuglana
að með því að egna fyrir þá, en
stundum komst hann að þeim þar
sem þeir lágu á eggjum. Kólibrí-
fuglar eru miklir sælkerar, en þeg-
ar kvenfuglinn liggur á eggjum,
flýgur hann ekki upp nema í nauð-
ir reki, og jafnvel ekki þó að hon-
um sé beint leifturljósi.
Sumar tegundir létu ekki ginna
sig af agni. Það varð að veiða þá
til þess að fá færi á þeim til þess
að mynda þá. Maður nokkur í
Ekvador náði þeim með blásturs-
pípu, ekki með eiturörvum, heldur
með límkúlum sem höfðu áður ver-
ið bleyttar í vatni. Með þetta verk-
færi læddist hann að þeim, þar sem
þeir sátu í tiu metra fjarlægð, og
tókst að festa þá með líminu, án
þess að valda þeim tjóni. „En sá
sem heldur að þetta sé auðvelt, ætti
sjálfur að reyna,“ segir hann.
Náttúrufræðingur einn í Brasil-
íu, dr. Augusto Ruschi, fann enn
betra ráð. Hann hafði veiðistöng,
sem leggja mátti saman, en þegar
hún hafði fulla lengd, var hún tíu
metrar, og yzt á henni var örmjó
bambusstöng, aðeins hálfur annar
millimetri að þvermáli. Ruschi bar
svo lím á þessa stöng, sem fremst
var, og hélt henni yfir blómi þang-
að til hann sá kólibrífugl koma, þá
strauk hann oddinum létt um bak-
ið á fuglinum. Síðan þurfti hann
ekki annað en að draga að sér
stöngina og losa fuglinn varlega.
Á eftir náði hann líminu af fiðr-
inu með því að bera á það bensín,
en á meðan hélt hann um nefið á
þessum litla fugli, sem sló vængj-
unum ákaft og við það þornuðu
þeir. „Ótrúlegt mundi þykja að
fuglunum þætti þetta góð meðferð,
eða þyldu hana vel,“ segir Green-
welt, „en ég vissi ekki til þess að
neinum þeirra yrði meint af því.
óðar en ég sleppti þeim, flugu þeir
upp, eins og ekkert hefði í skor-
izt.“
Greenwelt gerði seinna athugan-