Úrval - 01.11.1968, Blaðsíða 23
ATBURÐUR í EYÐIMÖRKINNI
en fram yfir það vissi ég næsta lítið
um hana.
Við höfðum lagt af stað, ak-
andi frá Casablanca í kvöldkyrrð-
undir mánabjörtum himni, og höfð-
um ekki annað í huga en ferðalag-
ið, og ef til vill eitthvert smávegis
daður. En það hafði dregið upp
skýjaslæður utan af Atlantshafi, og
hin skíra, sifraða birta hafði vikið
fyrir gráum, skuggalausum ókunn-
ugleika.
Á vinstri hönd okkar var sjórinn.
Það var farið að falla út, en öldu-
hljóðið yfirgnæfði nærri því marr-
ið undan fótum okkar í rökum
sandinum. Á hægri hönd risu háir
sandhólar hver við annan og mynd-
uðu nokkurskonar garð, sem byrgði
sýn inn til lands.
Fyrir fáeinum mínútum höfðum
við verið að masa saman, og uggð-
um ekki að okkur. Ég hafði tekið í
hönd henni, án þess að hún reyndi
að kippa henni að sér. En hún gerði
sér dælt við mig og hermdi eftir
þessum hroðalega ameríska fram-
burði, sem hún sagði að væri á
frönskunni hjá mér.
Þá sá ég allt í einu fram undan
mér, úti í grámusku sandhólanna,
að eitthvað var þar á hreyfingu.
Það voru mannverur, skuggalegar
og annarlegar mannsmyndir, sem
gerðu ýmist að byrgja sig, stökkva
fram og byrgja sig aftur, eins og í
einhverjum óhugnanlegum feluleik.
Ég fór að finna til ótta, og smám
saman læstist hann um mig allan.
Hvílíkt kæruleysi hafði það ekki
verið af mér að hlusta ekki á við-
varanirnar um „öryggisleysið", sem
sagt var að nú ríkti í Marokkó. Ég
21
átti að baki löng og góð kynni af
þessu landi frá þeim tíma, er hinar
gömlu borgir þess voru eins tryggar
og Piccadilly gatan í Lundúnum. Og
núna, í desember 1955, sá ég ekki
betur en allt væri með kyrrum
kjörum í landinu. Hinir hryllilegu
atburðir, sem áttu að hafa gerzt og
hver sagði öðrum, virtust mér ekki
vera annað en kjánalegar ýkjusög-
ur.
Til dæmis hafði mér verið sagt,
að þeir sem í raun og veru kyntu
undir ólgunni, hefðu keypt til þess
unga Araba úr sveitunum, að
fremja hryðjuverk á frakknesku
fólki. Borgunin fyrir hvert mann-
dráp var að vísu lítil, en því auð-
veldara var að eggja menn til Heil-
ags Stríðs í nafni trúarinnar.
Nýju stjórninni hafði enn ekki
tekizt að klófesta alla þessa ofstæk-
ismenn til herþjónustu. Þeir voru
orðnir að iræningjaflokkum, sem
rúðu ferðamenn, misþyrmdu þeim
og þögguðu niður í þeim fyrir fullt
og allt.
Slíkar sögur og aðrar fleiri komu
nú fram í huga mér, þarna sem
við gengum saman, enda var ég
ekki lengur í neinum vafa um hvað
á seyði væri. Þarna voru fyrrver-
andi andspyrnumenn á ferðinni og
til okkar var leikurinn gerður, því
að þeir tóku stefnuna á svig við
okkur, milli okkar og vagnsins, sem
við höfðum skilið eftir á þjóðveg-
inum handan við sandhólana.
Það fyrsta sem mér kom í hug
var að taka til fótanna, en ég þótt-
ist undireins vita, að þeir væru
frárri á fæti en við. Auk þess var
ég í slíku uppnámi að ég gat ekki