Úrval - 01.11.1968, Side 23

Úrval - 01.11.1968, Side 23
ATBURÐUR í EYÐIMÖRKINNI en fram yfir það vissi ég næsta lítið um hana. Við höfðum lagt af stað, ak- andi frá Casablanca í kvöldkyrrð- undir mánabjörtum himni, og höfð- um ekki annað í huga en ferðalag- ið, og ef til vill eitthvert smávegis daður. En það hafði dregið upp skýjaslæður utan af Atlantshafi, og hin skíra, sifraða birta hafði vikið fyrir gráum, skuggalausum ókunn- ugleika. Á vinstri hönd okkar var sjórinn. Það var farið að falla út, en öldu- hljóðið yfirgnæfði nærri því marr- ið undan fótum okkar í rökum sandinum. Á hægri hönd risu háir sandhólar hver við annan og mynd- uðu nokkurskonar garð, sem byrgði sýn inn til lands. Fyrir fáeinum mínútum höfðum við verið að masa saman, og uggð- um ekki að okkur. Ég hafði tekið í hönd henni, án þess að hún reyndi að kippa henni að sér. En hún gerði sér dælt við mig og hermdi eftir þessum hroðalega ameríska fram- burði, sem hún sagði að væri á frönskunni hjá mér. Þá sá ég allt í einu fram undan mér, úti í grámusku sandhólanna, að eitthvað var þar á hreyfingu. Það voru mannverur, skuggalegar og annarlegar mannsmyndir, sem gerðu ýmist að byrgja sig, stökkva fram og byrgja sig aftur, eins og í einhverjum óhugnanlegum feluleik. Ég fór að finna til ótta, og smám saman læstist hann um mig allan. Hvílíkt kæruleysi hafði það ekki verið af mér að hlusta ekki á við- varanirnar um „öryggisleysið", sem sagt var að nú ríkti í Marokkó. Ég 21 átti að baki löng og góð kynni af þessu landi frá þeim tíma, er hinar gömlu borgir þess voru eins tryggar og Piccadilly gatan í Lundúnum. Og núna, í desember 1955, sá ég ekki betur en allt væri með kyrrum kjörum í landinu. Hinir hryllilegu atburðir, sem áttu að hafa gerzt og hver sagði öðrum, virtust mér ekki vera annað en kjánalegar ýkjusög- ur. Til dæmis hafði mér verið sagt, að þeir sem í raun og veru kyntu undir ólgunni, hefðu keypt til þess unga Araba úr sveitunum, að fremja hryðjuverk á frakknesku fólki. Borgunin fyrir hvert mann- dráp var að vísu lítil, en því auð- veldara var að eggja menn til Heil- ags Stríðs í nafni trúarinnar. Nýju stjórninni hafði enn ekki tekizt að klófesta alla þessa ofstæk- ismenn til herþjónustu. Þeir voru orðnir að iræningjaflokkum, sem rúðu ferðamenn, misþyrmdu þeim og þögguðu niður í þeim fyrir fullt og allt. Slíkar sögur og aðrar fleiri komu nú fram í huga mér, þarna sem við gengum saman, enda var ég ekki lengur í neinum vafa um hvað á seyði væri. Þarna voru fyrrver- andi andspyrnumenn á ferðinni og til okkar var leikurinn gerður, því að þeir tóku stefnuna á svig við okkur, milli okkar og vagnsins, sem við höfðum skilið eftir á þjóðveg- inum handan við sandhólana. Það fyrsta sem mér kom í hug var að taka til fótanna, en ég þótt- ist undireins vita, að þeir væru frárri á fæti en við. Auk þess var ég í slíku uppnámi að ég gat ekki
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.