Úrval - 01.11.1968, Blaðsíða 30
28
ÚRVAL
Bjarnatemjarinn Valentin Filator á fundi meö félögum sínum.
höfuðið og lygnir aftur augunum.
Ljónið er tamdasta dýrið í hópnum
og hlýðir dýratemjaranum undan-
bragðalaust, en notar annars hverja
hvíldarstund til að dotta.
Dýratamning er fólgin í sálrænu
jafnvægi milli dýrs og manns. Dýra-
temjari, sem hefur lent í rifrildi
við konu sína, hefur tannpínu eða
á von á lögtaksmanni, getur eyði-
lagt sýningu sína, og sama getur
dýrið gert, ef því líður illa af ein-
hverjum ástæðum eða á í baráttu
við annað dýr í hópnum. Sýningin
verður að fara nákvæmlega eftir
áætlun jafnvel í minnstu smáatrið-
um. Og þó er það ávallt undir
heppni komið, hvernig dýrasýning-
ar takast, á sama hátt og velheppn-
uð leiksýning er undir því komin,
að allir leikararnir séu vel upp-
lagðir.
Dýratemjarinn er sá, sem valdið
hefur og dýrin verða að hlýða hon-
um skilyrðislaust. í augum dýranna
er hann nefnilega foringinn, og ef
hann sýnir minnsta vott veikleika
eða hræðslu, grípur grimmasta dýr-
ið í hópnum strax tækifærið og tek-
ur sjálft við forustunni. Maðurinn
verður því að fylgjast nákvæmlega
með dýrunum og vita hvernig á
þeim liggur. Ef hann misskilur við-
bragð eða ofmetur sína eigin getu,
skapast strax slík spenna, að að-
stoðarmennirnir verða að vera til
taks með vatnsslönguna og reiðu-
búnir að veita alla aðstoð, ef dýr
kemst í uppreisnarhug.
Áhorfendur taka þó sjaldan eftir
slíkum atvikum, því að þeir vita
ekki hvernig sýningin á að fara
fram í smáatriðum. En með tilliti
til þess, hve venjubundin eða næst-
um vélræn slík sýning er, verður
það skiljanlegt, að hver óvenjuleg