Úrval - 01.11.1968, Blaðsíða 11
Gimfuglar
fuglum á flugi, dygði við þessa
furðulega skjótu og lipru fugla. Sér
til nokkurrar furðu sá hann að að-
ferðin dugði. Hann náði „augna-
bliksmynd" af þeim á flugi. „Eftir
þetta,“ segir hann, „hafði ég ekki
ró í mínum beinum, ég undi engu
nema því að, taka myndir af kóli-
brífuglum.“
í fimm ár ferðaðist Greenwalt
með ljósmyndavélar sínar um þessi
lönd: Brasilíu, Ekvador, Panama,
Arizona, Kaliforníu og Colorado, og
takmark ferðarinnar var ætíð hið
sama: að ná myndum af þessum
fögru, undraskjótu þyrilvængjum.
Hann ferðaðist um 150.000 km vega-
lengd, og náði myndum af fleiri
tegundum af fuglum þessum en
nokkrum öðrum manni hafði áður
tekizt, og margfalt fleiri myndum.
Þetta afrek hans hefur bætt miklu
SLitli fuglinn með rúbín-
rauða hálsinn var til
þess kominn til Dela-
ware, að finna sér kær-
ustu þar, eftir að hafa
lifað einlífi í Mexíkó langan og
leiðan vetur. Forlögin ætluðu hon-
um annað. Það átti fyrir honum að
liggja að verða ódauðlegur, og að
því lágu þau tildrög, að hann var
fyrsti kólibrífuglinn, sem Crawford
H. Greenewalt, sem er fuglafræð-
ingur, ekki að námi, heldur að
áhuga, tókst að taka ijósmynd af.
Það var árið 1953, á mollulegum
sumardegi, sem farið var að halla,
sem þetta gerðist. Hann hafði lesið
sér til um hætti kólibrífugla, hve
undraskjótt þeir blaka vængjunum,
og hann langaði til að vita hvort
aðferð, sem hann hafði sjálfur fund-
ið upp til að taka myndir af litlum
Eftir VON BLAKE CLARK
Das Beste
9