Úrval - 01.11.1968, Blaðsíða 123
LIFANDI DAUÐI TIL SÖLU
121
og grátbáðu um að mega útskýra
nærveru sína þarna. En þeim var
fyrst leyft það, eftir að þeir höfðu
verið látnir setja sig í hina sígildu
stellingu þeirra, sem leita skal að
vopnum á, með hendurnar við bíl-
hurðina, i gleiðri stöðu.. Er þeir
reyndust vera óvopnaðir, var þeim
leyft að útskýra veru sína þarna.
Þeir reyndust vera blaðamenn frá
dagblaði í Philadelphiu. Þeir sýndu
blaðamannaskírteini sín og út-
skýrðu, að þeir hefðu komizt á snoð-
ir um hina tíðu fundi hjá lögregl-
unni undanfarið og getið sér þess
til, að meiri háttar aðgerðir á veg-
um lögreglunnar væru nú í aðsigi.
Þeir höfðu svo elt lögreglubílana til
gistihússins.
Telano var skýrt frá þessum frétt-
um, en það var ekki fyrr en síðar,
að hann kunni að meta hið spaugi-
lega við allar aðstæður. Taugar hans
voru nú í uppnámi, og hann varð
fokreiður, er honum varð hugsað til
þess, að svo kynni að hafa farið, að
tveir blaðamenn hefðu eyðilagt
margra mánaða starf að rannsókn
þessa máls. Blaðamennirnir voru nú
spurðir í þaula, en þeir sóru og sárt
við lögðu, að þeir hefðu ekki sagt
neinum frá því, hvað þeir hefðu í
hyggju, jafnvel ekki ritstjóranum
sínum.
„Hvað ættum við að gera af
þeim?“ spurði Bromley.
„Við skulum koma bílnum þeirra
eitthvað burt og láta einhvern gæta
þeirra, þangað til að úrslitum máls-
ins kemur,“ hvæsti Telano. „Og
gætið þess vel, að þeir komist alls
ekki burt!“
Þeir Bromley og Telano voru al-
veg dasaðir eftir þetta. Þeir héldu
aftur á fyrri varðstaði og biðu
átekta. Um miðnættið stakk Telano
upp á því, að Gold hringdi í Sicardo
til að komast að því, hvenær þeir
mættu búast við afhendingu vör-
unnar.
„Ég kemst ekki,“ sagði Sicardo.
„Það hefur orðið sólarhringstöf. Við
afhendum vöruna annað kvöld.“
HANDTAKA
Næsti dagur tók á taugarnar, en
klukkan 4.30 síðdegis sást Sicardo
fara inn í hús Nick Golinos. Starfs-
menn Eiturlyfjastofnunarinnar og
ríkislögreglumennirnir fóru í fyrri
varðstöður sínar við þjóðveginn,
sem lá til gistihússins, og nálægt
heimilum og öðrum verustöðum
ýmissa grunaðra manna í New
York- New Jersey- og Pensylvaniu-
fylkjum. En klukkan var orðin þó
nokkuð yfir miðnætti, þegar Sicardo
steig upp í bíl sinn.
í þetta skipti var ekki neinn ann-
ar bíll með í förinni, svo að það
var ekki um neinn verndarbíl að
ræða. Það bárust stöðugar fréttir
um ferðir Sicardos í gegnum tal-
stöðvar lögreglunnar. Sicardo ók
inn í garð gistihússins klukkan 2.10
að nóttu. Hann var aleinn. Gold
gekk út til hans.
Sicardo teygði sig undir fram-
sætið og tók fram litla strigatösku,
sem lokuð var með rennilás. Hann
steig út úr bílnum og Gold gekk á
undan honum að smáhýsi númer 12,
þar sem Telano beið.
Sicardo gekk inn í herbergið.
Hann var tortryggnislegur á svip.
Hann staðnæmdist fyrir innan dyrn-