Úrval - 01.11.1968, Side 123

Úrval - 01.11.1968, Side 123
LIFANDI DAUÐI TIL SÖLU 121 og grátbáðu um að mega útskýra nærveru sína þarna. En þeim var fyrst leyft það, eftir að þeir höfðu verið látnir setja sig í hina sígildu stellingu þeirra, sem leita skal að vopnum á, með hendurnar við bíl- hurðina, i gleiðri stöðu.. Er þeir reyndust vera óvopnaðir, var þeim leyft að útskýra veru sína þarna. Þeir reyndust vera blaðamenn frá dagblaði í Philadelphiu. Þeir sýndu blaðamannaskírteini sín og út- skýrðu, að þeir hefðu komizt á snoð- ir um hina tíðu fundi hjá lögregl- unni undanfarið og getið sér þess til, að meiri háttar aðgerðir á veg- um lögreglunnar væru nú í aðsigi. Þeir höfðu svo elt lögreglubílana til gistihússins. Telano var skýrt frá þessum frétt- um, en það var ekki fyrr en síðar, að hann kunni að meta hið spaugi- lega við allar aðstæður. Taugar hans voru nú í uppnámi, og hann varð fokreiður, er honum varð hugsað til þess, að svo kynni að hafa farið, að tveir blaðamenn hefðu eyðilagt margra mánaða starf að rannsókn þessa máls. Blaðamennirnir voru nú spurðir í þaula, en þeir sóru og sárt við lögðu, að þeir hefðu ekki sagt neinum frá því, hvað þeir hefðu í hyggju, jafnvel ekki ritstjóranum sínum. „Hvað ættum við að gera af þeim?“ spurði Bromley. „Við skulum koma bílnum þeirra eitthvað burt og láta einhvern gæta þeirra, þangað til að úrslitum máls- ins kemur,“ hvæsti Telano. „Og gætið þess vel, að þeir komist alls ekki burt!“ Þeir Bromley og Telano voru al- veg dasaðir eftir þetta. Þeir héldu aftur á fyrri varðstaði og biðu átekta. Um miðnættið stakk Telano upp á því, að Gold hringdi í Sicardo til að komast að því, hvenær þeir mættu búast við afhendingu vör- unnar. „Ég kemst ekki,“ sagði Sicardo. „Það hefur orðið sólarhringstöf. Við afhendum vöruna annað kvöld.“ HANDTAKA Næsti dagur tók á taugarnar, en klukkan 4.30 síðdegis sást Sicardo fara inn í hús Nick Golinos. Starfs- menn Eiturlyfjastofnunarinnar og ríkislögreglumennirnir fóru í fyrri varðstöður sínar við þjóðveginn, sem lá til gistihússins, og nálægt heimilum og öðrum verustöðum ýmissa grunaðra manna í New York- New Jersey- og Pensylvaniu- fylkjum. En klukkan var orðin þó nokkuð yfir miðnætti, þegar Sicardo steig upp í bíl sinn. í þetta skipti var ekki neinn ann- ar bíll með í förinni, svo að það var ekki um neinn verndarbíl að ræða. Það bárust stöðugar fréttir um ferðir Sicardos í gegnum tal- stöðvar lögreglunnar. Sicardo ók inn í garð gistihússins klukkan 2.10 að nóttu. Hann var aleinn. Gold gekk út til hans. Sicardo teygði sig undir fram- sætið og tók fram litla strigatösku, sem lokuð var með rennilás. Hann steig út úr bílnum og Gold gekk á undan honum að smáhýsi númer 12, þar sem Telano beið. Sicardo gekk inn í herbergið. Hann var tortryggnislegur á svip. Hann staðnæmdist fyrir innan dyrn-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.