Úrval - 01.11.1968, Blaðsíða 127
LIFANDI DAUÐI TIL SÖLU
125
Leynilögreglumennirnir hófu nú
gaumgæfilega leit í íbúðinni, en
þeir Biani og Merlotti sátu á legu-
bekknum í dagstofunni á meðan.
Síðan voru leynilögreglumónnum
úti á Lönguey gefin fyrirmæli um
það í talstöð að handtaka Tony
nebba og föður hans. Þær handtök-
ur fóru fram fyrir dögun, og þar
fundust rúm 17 pund af heroini.
Er hér var komið sögu, höfðu
leynilögreglumennirnir í íbúð Mer-
lotti fundið skriflegar sannanir um
viðskipti Biani í skrifblokkum, á
lausum bréfmiðum og í þrem heim-
ilisfangabókum í skrifborðinu í dag-
stofunni. Þetta var yfirleitt allt
skráð með eins konar viðvanings-
dulmáli! Næst tölum gat að líta
upphafsstafi og gælunöfn. Tölurnar
táknuðu augsýnilega það magn
heroins, sem selt hafði verið við-
komandi, eða upphæð greiðslna eða
upphæðir þær, sem viðkomandi
skulduðu enn. Bækurnar höfðu að
geyma nafnalista yfir marga menn
víðsvegar um landið, sem brotið
höfðu eiturlyfjalögin, og þar að auki
ókunn nöfn, og hélt Eiturlyfjastofn-
unin áfram rannsókn nafna þessara
næstu mánuðina.
Pelas leynilögreglumaður leit yf-
ir bækurnar á staðnum. Aðalstarf
hans innan Eiturlyfjastofnunarinn-
ar var fólgið í samræmingu aðgerða.
Hann talaði mörg tungumál og las
að staðaldri skýrslur starfsmanna
stofnunarinnar víðs vegar að úr
heiminum og leitaði þar að vísbend-
ingum og sönnunum um eiturlyfja-
viðskipti, sem teygðu sig langt út
fyrir endimörk þeirra 16 landssvæða
sem heyrðu undir umsjón Eitur-
lyfjastofnunarinnar. Hin þjálfuðu
augu Pelas rákust á nafnið Fran-
cois í einni af bókunum. Þar stóð
það eitt sér, og við hlið þess var
símanUmer. Pelas minntist strax
skýrslu, þar sem nafn Francois hafði
birzt í tengslum við Bianimálið.
Þetta símanúmer mundi líklega
ekki hjálpa stofnuninni til þess að
finna rétta manninn, vegna þess að
það var líka á dulmáli. En Merlotti
hafði líka skrifað rétta númerið á
bréfmiða, sem fannst í sömu skúffu.
Fyrir framan það númer stóð að-
eins stafurinn „F“. Það var alveg
sama númerið og númer Francois í
bókinni, að því undanskildu, að tveir
öftustu tölustafirnir höfðu báðir
verið hækkaðir um einn. Miðstöð
stofnunarinnar í New York var
skýrt frá báðum þessum númerum,
og þar sendi einn starfsmannanna
símafélaginu neyðarbeiðni um upp-
lýsingar um nöfn og heimisisfang
hverra þeirra, sem þessi númer
væru skrifuð hjá.
Meðan starfsmennirnir biðu svars
símafélagsins, kom Mike Telano á
vettvang. Var honum nú skýrt frá
því, sem gerzt hafði. Hann varð
mjög glaður við; er hann frétti um
allar þær upplýsingar, sem fundizt
höfðu í íbúð Merlotti. Síðan fór
hann að gera áætlun ásamt hinum
mönnunum um árás á Francois. Þá
grunaði, að hann væri meiri háttar
eiturlyfjaseljandi frá Evrópu. Vand-
inn var því fólginn í því, að hand-
sama hann á réttan hátt. Það þurfti
að koma honum að óvörum og
handtaka hann með saknæmar
sannanir í fórum sínum. Þeir Tel-
ano og Pelas höfðu fundið ráð, sem