Úrval - 01.11.1968, Blaðsíða 120

Úrval - 01.11.1968, Blaðsíða 120
118 ÚRVAL því miður litlir og óljósir. Einn möguleiki, virtist þó einna helzt mundu koma til greina. Þar var um að ræða Frakka einn, sem gekk að- eins undir nafninu „Francois“ og sézt hafði upp á síðkastið á ýmsum vínbörum í Montreal í fylgd með. forsprökkum eiturlyfjaviðskipta þar í borg. Það gœti verið rétti maður- inn. Þessar vikurnar gerði Telano leynilögreglumaður sitt bezta til þess að standast ákafa söluviðleitni Golinos án þess að vekja tortryggni hans. Hann bar fram allar hugsan- legar afsakanir því til skýringar, hvers vegna hann væri ekki reiðu- búinn að kaupa meira heroin. Hann sagðist gruna, að fylkislögreglan vissi að hann væri á þessum slóðum. Hann sagðist einnig eiga í erfiðleik- um með viðskiptavini sína á Vest- urströndinni. Og svo sagðist hann líka vera lasinn. En Telano hafði lofað að kaupa í stærri stíl, þ.e. að minnsta kosti 5 kíló. Og nú fór Golino að verða áhyggjufullur. „Ég varð að gefa fé- lögum mínum í New York hátíðlegt loforð um, að þú mundir gera hjá mér 5 kílóa pöntun, svo að ég gæti fengið þessi 22 hálfu kíló fyrir þig á heildsöluverði," sagði hann. „Hve- nær ætlarðu að láta verða að þess- um kaupum?“ „Strax og ég er búinn að gera nauðsynlegar ráðstafanir, Nick, sko, þegar viðskiptavinir mínir eru reiðubúnir að taka á móti vörunni.“ Að lokum ákvað Eiturlyfjastofn- unin, að ekki mundi verða hægt að ganga lengra í rannsókn þessa máls og að nú skyldi láta til skarar skríða. Starfsmönnunum var því skýrt frá því, að nú skyldu þriðju og síðustu heroinkaupin fara fram til trygg- ingar öruggum fullnaðarsönnunum. Svo skyldi árásin hefjast. Telano hitti Golino á vínbar í útjaðri At- lantic City og tilkynnti honum, að hann væri nú reiðubúinn að kaupa af honum 5 kíló. Þeir Telano og Johnny Gold starfsfélagi hans höfðu búið í litlu gistihúsi við Black Horse Pike þjóð- veginn milli Atlantic City og Phila- delphiu undanfarnar vikur. Þar átti afhending kílóanna 5 að fara fram. Þegar Telano bað um frekari upp- lýsingar um afhendinguna hallaði Golino sér fram á við og hvíslaði í eyra honum: „Drengirnir í New York ætla að framkvæma þessa afhendingu," sagði Golino. „Sicardo verður með þeim. Ég held, að þeir ætli að koma hingað í þrem bílum. Varan verður í eimun þeirra en hinir tveir til verndar. Þú skalt bara vera kyrr í herberginu þínu og bíða.“ Svo bætti Golino við: „Og Mike, þú skalt ekki reyna neinar hundakúnstir. Þetta eru fyrstu stórkaupin þín, og fari eitthvað öðruvísi en áætlað er, þá verður þú fyrsti naunginn, sem kúl- an finnur að máli!“ „SKJÓTTU EKKI!“ Mike Telano stikaði fram og aft- ur um gólfið í smáhýsi númer 12 í gistihúsinu. Hann gat ekki kveðið niður órórann, sem altók hann. En félagi hans stóð hreyfingarlaus við framgluggann og horfði út í garð- inn. Sicardo hafði hringt um há- degið og staðfest, að þeir kæmu ein-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.