Úrval - 01.11.1968, Blaðsíða 120
118
ÚRVAL
því miður litlir og óljósir. Einn
möguleiki, virtist þó einna helzt
mundu koma til greina. Þar var um
að ræða Frakka einn, sem gekk að-
eins undir nafninu „Francois“ og
sézt hafði upp á síðkastið á ýmsum
vínbörum í Montreal í fylgd með.
forsprökkum eiturlyfjaviðskipta þar
í borg. Það gœti verið rétti maður-
inn.
Þessar vikurnar gerði Telano
leynilögreglumaður sitt bezta til
þess að standast ákafa söluviðleitni
Golinos án þess að vekja tortryggni
hans. Hann bar fram allar hugsan-
legar afsakanir því til skýringar,
hvers vegna hann væri ekki reiðu-
búinn að kaupa meira heroin. Hann
sagðist gruna, að fylkislögreglan
vissi að hann væri á þessum slóðum.
Hann sagðist einnig eiga í erfiðleik-
um með viðskiptavini sína á Vest-
urströndinni. Og svo sagðist hann
líka vera lasinn.
En Telano hafði lofað að kaupa
í stærri stíl, þ.e. að minnsta kosti
5 kíló. Og nú fór Golino að verða
áhyggjufullur. „Ég varð að gefa fé-
lögum mínum í New York hátíðlegt
loforð um, að þú mundir gera hjá
mér 5 kílóa pöntun, svo að ég gæti
fengið þessi 22 hálfu kíló fyrir þig
á heildsöluverði," sagði hann. „Hve-
nær ætlarðu að láta verða að þess-
um kaupum?“
„Strax og ég er búinn að gera
nauðsynlegar ráðstafanir, Nick, sko,
þegar viðskiptavinir mínir eru
reiðubúnir að taka á móti vörunni.“
Að lokum ákvað Eiturlyfjastofn-
unin, að ekki mundi verða hægt að
ganga lengra í rannsókn þessa máls
og að nú skyldi láta til skarar skríða.
Starfsmönnunum var því skýrt frá
því, að nú skyldu þriðju og síðustu
heroinkaupin fara fram til trygg-
ingar öruggum fullnaðarsönnunum.
Svo skyldi árásin hefjast. Telano
hitti Golino á vínbar í útjaðri At-
lantic City og tilkynnti honum, að
hann væri nú reiðubúinn að kaupa
af honum 5 kíló.
Þeir Telano og Johnny Gold
starfsfélagi hans höfðu búið í litlu
gistihúsi við Black Horse Pike þjóð-
veginn milli Atlantic City og Phila-
delphiu undanfarnar vikur. Þar átti
afhending kílóanna 5 að fara fram.
Þegar Telano bað um frekari upp-
lýsingar um afhendinguna hallaði
Golino sér fram á við og hvíslaði í
eyra honum:
„Drengirnir í New York ætla að
framkvæma þessa afhendingu,"
sagði Golino. „Sicardo verður með
þeim. Ég held, að þeir ætli að koma
hingað í þrem bílum. Varan verður
í eimun þeirra en hinir tveir til
verndar. Þú skalt bara vera kyrr í
herberginu þínu og bíða.“ Svo bætti
Golino við: „Og Mike, þú skalt ekki
reyna neinar hundakúnstir. Þetta
eru fyrstu stórkaupin þín, og fari
eitthvað öðruvísi en áætlað er, þá
verður þú fyrsti naunginn, sem kúl-
an finnur að máli!“
„SKJÓTTU EKKI!“
Mike Telano stikaði fram og aft-
ur um gólfið í smáhýsi númer 12 í
gistihúsinu. Hann gat ekki kveðið
niður órórann, sem altók hann. En
félagi hans stóð hreyfingarlaus við
framgluggann og horfði út í garð-
inn. Sicardo hafði hringt um há-
degið og staðfest, að þeir kæmu ein-