Úrval - 01.11.1968, Blaðsíða 64
62
ÚRVAL
um einstöku sætum, koma villur og
mistök sjaldan fyrir. Á sumum að-
göngumiðum stendur ekkert verð,
og eru það miðar sætiseigenda.
Miðarnir hafa verið búnir til í höll-
inni sjálfri, allt frá upphafi. Prent-
ari sem starfar á eigin ábyrgð hef-
ur aðsetur í loftherbergi, ásamt
prentvélum sínum, setjaravélum og
sjö starfsmönnum.
Þetta eru hefðir og saga sem til-
heyrir Albert Hall ekki síður en
hinir mörgu og minnisverðu við-
burðir sem þar hafa orðið á nærri
hundrað árum, og leggst allt á eitt
um að gera höllina slíka sem hún
er. Hérna mætti vel húast við því
að mæta einhverri vofu hinnar
fornu frægðar, segir höfundur, en
vegna þess að sá maður trúir ekki
á það sem hann segir um þau efni,
er bezt að sleppa því hér.
Albert prins, sá sem höllin er
við kennd, var á margan hátt frá-
bær ágætismaður. Hann var vís-
indalegur framfaramaður og fjár-
málamaður. Það er sagt að hann
hafi hugsað mjög vel um fjölskyldu
sína, og einnig beitti hann sér fyrir
þjóðfélagslegum umbótum, þó að
slíkt væri óvinsælt. Viktoría syrgði
hann alla ævi og var mjög viðkvæm
fyrir öllu sem snerti minningu
hans.
Uppáhaldsmótspilari bridgesnillingsins Charles Gorens er frú Helen
Sobel Smith, ein þeirra fáu kvenna, sem hafa ,til að ,b,era það þrek,
þolni og tillitsleysi, ,se;m erfiðar bridgekeppnir útheimta. Eitt sinn var
hún að keppa í landskeppni, þegar rætin kynsystir spurði hana sak-
leysislega: „Hvernig tiifinning grípur ,mann, þegar maður leikur bridge
á móti sérfræðingi?" Bezti bridgespilarinn úr kvennahópi benti þá á
Goren, sem sat gegnt henni, og svaraði: „Ég veit það bara ekki. Spurðu
hann."
Jack Olsen.
MIKILL KOSTUR
Þegar Maurice Chevalier var að því spurður, hvers vegna hann hefði
verið ógiftur undanfarin 33 ár, svaraði hann: „Til þess er góð og gild
ástæða, þó að þér munuð sjálfsagt ekki trúa henni. Þegar ég fer á fæt-
ur á morgnana, þá þykir mér svo gott að geta valið um það, hvorum
megin ég fer fram úr rúminu."
Lloyd Shearer.
Lawrence Spivak, sem stjórnar sjónvarpsþættinum „Á fundi með
blaðamönnum", lauk eitt sinn viðtali við hinn mælska og orðmarga
varaforseta Bandaríkjanna, Hubert H. Humphrey, á þennan hátt:
„Ég held, að nú ,sé tími okkar alveg á þrotum. Við hefðum ekki tima
fyrir enn aðra spurningu, og vissulega ekki fyrir annað svar.“
Washington Post.