Úrval - 01.11.1968, Blaðsíða 42
40
ÚRVAL
stæðra skrifstofustarfa engu síður
en til vélritunar eða einkaritara-
starfa. En miklu meira er um að
þær séu fengnar til að leysa af í
fríum en að þær séu þeinlínis ráðn-
ar til fullrar vinnu. Þegar slíkar
afleysingar eru auglýstar, þá standa
þær til þoða konum sem hafa skil-
ríki til eða kunnáttu; þær sem eldri
eru taka sæti við hlið hinna yngri,
og fá nákvæmlega samskonar tæki-
færi og æfingu. Allir nýliðar fara
á sameiginlegt námskeið, sem vígir
þá inn í leyndardóma olíumálanna,
og allt það fólk sem fer í vélritun,
einkaritarastörf og önnur skrif-
stofustörf yngra fólks, fer á nám-
skeið um „vinnubrögð á skrifstof-
um“. Þar fær það að kynnast
„Shell-vinnubrögðunum“.
Meðal ástæðanna til þess að fyr-
irtæki hafa sótzt eftir giftum kon-
um nú um skeið, er það að menn
hafa séð kosti þess að hafa fólk á
misjöfnum aldri saman í vinnu.
„Margs þarf búið við“, segir mál-
tækið, og Shellmiðstöðin, sem hef-
ur meir en 5000 manns í vinnu, er
einskonar bæjarfélag, og líkist
þannig meir lítilli borg en nokk-
urri venjulegri skrifstofu. Auðvelt
er að sjá, að beíur fer á því að fólk-
ið á slíkum stað sé á ýmsum aldri.
Nýjum aðferðum, eins og til dæmis
það að vélrita eftir segulbandi,
hættir oft til að heimta fram skara
ungra manna, sem einir kunna
þetta nógu vel, og þá vantar aðra
reynslu sem hinir eldri hafa, og
þess gerist jafnan mikil þörf á
vinnustað. Reglusemi og áreiðan-
leiki og jafnvel vinnugleði eru þær
dyggðir sem ekki hvað sízt hafa
verið eignaðar hinum vinnandi
húsmæðrum. Þær hafa góð áhrif og
stöðvandi á unglingana, og á hinn
bóginn finnst þeim að, þær yngist
upp við að vinna með ungviðinu.
Þær eru mikilsverðir og mikils-
virtir borgarar í hinu mikla sam-
félagi Shell-fyrirtækisins, og á
stöðvum þess víðsvegar um hinn
víðáttumikla hnött, mun starf þess-
ara „glaðlyndu, kunnáttusömu og
starfsömu kvenna" verða metið að
verðleikum framvegis jafnt sem
hingað til.
Tengdamóðir min var þekkt fyrir það, hversu viðutan hún var. En
við tókum þessum galla hennar auðvitað vel, og hið sama var að segja
ura hana sjálfa. Dag einn sá ég, að hún horfði hugsandi á snúð á disk-
inum sínum. Þegar ég spurði hana að því, hvað væri að, svaraði hún:
„Ég sór þess eið að vera í megrunarkúr i heila viku, en nú get ég bara
ekki munað, hvenær ég sór eiðinn."
Frú L. J. Barbeau.
Fyrirgefningin sparar manni útgjöld reiðinnar, kostnað hatursins og
sóun orkunnar.
Megiddo Message...