Úrval - 01.11.1968, Blaðsíða 101

Úrval - 01.11.1968, Blaðsíða 101
LIFANDI DAUÐI TIL SÖLU 99 Á BAK VIÐ GRÆNU HURÐINA Það hafði þegar verið samið um alla söluskilmála. Skömmu eftir að Levonian kom til New York, hafði Biani boðið honum í kvöldmat til þess að semja um sölu fyrstu 10 kílóanna. Verðið, sem var 125.000 dollarar, átti að greiðast við afhend- ingu. Þetta var geysilega há söluupp- hæð, hámark og afrakstur margra hánaða vinnu, og Levonian gerði því allar hugsanlegar varúðarráðstafan- ir til þess að draga úr áhættu þeirri, sem hann tók. Hann ók til afhend- ingarstaðarins í bíl Triganos og at- hugaði hann vandlega. Þar var um að ræða niðurnídda byggingu eina við Houstonstræti neðan til á Man- hattaneyju. Byggingin virtist ekki vera lengur í notkun. Hann sá, að á neðstu hæð var verzlunarhúsnæði, sem var ekki notað lengur. Þar fyrir ofan gat að líta þrjár hæðir Gluggarnir á öllum hæðum voru óhreinir og engin tjöld fyrir þeim. Levonian virti kjallarahurðina sér- staklega vel fyrir sér. Það þurfti að ganga niður 5 þrep frá gangstéttinni. Þetta var græn hurð, læst með hengilás. Síðdegis á afhendingardaginn lagði Levonian af stað í bílnum með Trigano.... og höfðu þeir heroin- kílóin tíu meðferðis í bílnum. Þetta var einn pakki, en í honum voru 20 plastpokar, og var pund í hverjum. Trigano ók niður í Houstonstræti og stanzaði tveim götulengdum frá byggingunni. Levonian steig út og nálgaðist húsið. Trigano var kyrr í bílnum. Við dyrnar að yfirgefnu verzluninni stóð harðneskjulegur, ungur maður á verði. Hann hreyfði hvorki legg né lið, er Levonian gekk fram hjá honum niður kjallaraþrep- in. Levonian barði fast að dyrum, og hann heyrði, að járnslá var dreg- in frá hurðinni. Hurðin var opnuð, og þá birtist maður, sem hann hafði aldrei séð áður. „Komdu inn.“ Levonian var ekki fyrr kominn inn en hurðinni var skellt aftur og járnsláin sett fyrir hana að nýju. Kjallaraherbergið, sem hann kom inn í, var stórt og dimmt. Á miðju gólfi stóð pokerborð, og yfir því logaði á peru, sem grænn skermur var yfir. í myrkrinu handan spila- borðsins sátu tveir eða þrír menn. „Francois!" Biani gekk fram og bauð gest sinn velkominn. Mafiu- foringinn útskýrði fyrir Levonian, að gluggalausa kj allaraherbergið væri notað fyrir ólöglegt pokerspil, þar sem háar fjárhæðir væru lagð- ar undir. Augu Bianis voru á sífelldu iði, meðan hann talaði. Þau leituðu ákaft. Hann var augsýnilega að velta því fyrir sér, hvar Levonian hefði getað falið heroninið á sér. Að lok- um spurði hann: „Hvar geymirðu vöruna?“ „Ég er ekki með hana á mér,“ svaraði Levonian. „Félagi minn er með hana í bíl hérna skammt frá. Biani kipraði saman augun. „Þú nefndir aldrei neinn félaga við mig.“ „Félagi minn er taugaóstyrkur, og hann vill helzt vera óséður,“ svaraði Levonian rólegur í bragði. „Hann er með vöruna úti í bíl hérna skammt frá, og hann vill, að ég taki við peningunum hérna, telji þá og afhendi honum þá síðan úti í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.