Úrval - 01.11.1968, Blaðsíða 38

Úrval - 01.11.1968, Blaðsíða 38
36 ÚRVAL heppnast, sýnir, að hér er um að ræða meðfædd viðbrögð, sem ger- ast sjálfkrafa. Dýratemjararnir verðlauna líka dýrin fyrir frammistöðuna. Þeir láta t. d. kjötbita á pallinn, þegar ljónið hefur verið duglegt að æfa sig í nokkra daga. Þetta er gert áður en dýrið kemur inn í búrið. Ef æfing- in gengur vel, fær það líka bita að henni lokinni, og að sjálfsögðu fóðr- ar dýratemjarinn sjálfur þau dýr, sem hann er að temja. Loks er það mjög þýðingarmikið í upphafi tamningarinnar, hvar dýratemjarinn tekur sér stöðu í búrinu, og hann verður alltaf að vera kominn inn í búrið á undan dýrunum, svo að þau geri sér strax grein fyrir því, að maðurinn er þeim æðri og allsráðandi á staðn- um. Hann verður ávallt að koma fram sem drottnari, sem þolir eng- an mótþróa. Til þess að hafa meiri áhrif á dýrin, kallar hann til þeirra eins og liðþjálfi og lætur smella í svipunni. En áhorfendur á sýningu taka sjaldan eftir því, þegar dýra- temjarinn þvingar uppreisnargjarnt dýr til hlýðni. Hann getur gert það með höfuðhreyfingu eða með því að sveifla svipuskaftinu. Óþægustu dýrin eru oftast meðal hinna eldri í hópnum, sem telja sig hafa for- ustuhlutverki að gegna, en hin lægst settu hlýða manninum í einu og öllu. Það sem hér hefur verið sagt, á við um rándýrin. Hvað önnur dýr snertir, er það ófrávíkjanlegt skil- yrði, að maðurinn ávinni sér traust þeirra og geti komið við þau. Ap- ar, fílar, hestar, birnir, kettir og hundar verða að vera fullkomlega iamdir áður en farið er að kenna þeim. Ef maður getur ekki mjög fljótlega komið fílnum upp á tunn- una. sem hann á að sitja á, mun honum aldrei skiljast, hvað hann á að gera. Hrós og gæluyrði eiga einnig vel við þessi dýr. Það má sérstaklega hafa mikil áhrif á fíla á þennan hátt. Birni, apa og fleiri dýr má lokka með fóðri hvert sem er í búrinu. En einnig þessi aðferð hef- ur sín takmörk, þegar óskyldar dýrategundir eru æfðar saman, því að þá getur svo farið, að rándýrið éti heldur félaga sinn en hrossa- kjötsbitann, sem því var boðinn. Það er venja að láta búr óskyldra dýra standa hlið við hlið, t. d. geit- ur og ljón. Dýrin eru látín dvelja þannig saman í marga mánuði og venjast lykt, hljóðum og hreyfing- um hvers annars. Það sjást mörg furðuleg fyrirbrigði á dýrasýning- um, svo sem refur, sem gætir gæsa, geitur, sem stökkva yfir ljón, tigr- isdýr ríðandi á hestum og fílum. í náttúrlegu umhverfi eru öll þessi dýr svarnir óvinir. Þetta virðist ganga kraftaverki næst, en í raun og veru er dýrun- um haldið aðskildum, nema meðan hin stuttu atriði fara fram, en þau eru undir strangri stjórn dýratemj- arans. Stökk gegnum logandi hringi og gjarðir, sem pappír hefur verið strengdur á, er árangurinn af svo- nefndri vanatamningu. Síðara at- riðið hlýtur að vera jafn hættulegt fyrir dýrið og stökkið gegnum eld- hringinn, því að pappírinn líkist heilum vegg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.