Úrval - 01.11.1968, Blaðsíða 109
LIFANDI DAUÐI TIL SÖLU
107
einhvern veginn, að hann hefði
selt mér eiturlyf tafarlaust þarna í
skrifstofunni, ef hann hefði haft
einhver undir höndum. Ég held, að
við höfum komizt á rétta slóð.“
Mennirnir tveir ,sem voru báðir
í þjónustu Eiturlyfjastofnunarinnar,
höfðu eytt mestöllum mánuðinum
á undan í Philadelphiu og reynt að
komast í samband við einhvern,
sem gæti komið þeim í kynni við
Jimmy Slcardo. En þeim hafði bara
ekki tekizt að hafa upp á neinum
slíkum. Telano hafði því að lokum
gripið til þess ráðs að ganga beint
til verks og snúa sér til Sicardos án
nokkurra milliliða. Og hann fékk
ekki betur séð en Sicardo hefði
trúað honum. En Mike Telano átti
líka ofur auðvelt með að fá fólk til
þess að trúa því, sem hann sagði.
Hið raunverulega nafn hans var
Michael Fulgoni. Hann réðst í þjón-
lustu Eiturlyfjastofnunarinnar
skömmu eftir lok Kóreustríðsins.
Hann lék hlutverk misindismanns
af slíkri list, að hann hafði fljótt
fengið á sig orð sem einn albezti
maður í þjónustu stofnunarinnar.
Hann var lögfræðingur frá Rutgers-
lagaskólanum, og hann hafði
dreymt um að opna lögfræðiskrif-
stofu og vinna reglubundinn vinnu-
tíma. En í sérstökum sendiferðum
til Kaliforníu, Las Vegas, Texas og
New York á vegum Eiturlyfjastofn-
unarinnar, hafði starfið náð heljar-
tökum á honum. Og brátt komst
hann að því, að hann gat ekki ver-
ið án þeirrar æsingar, eftirvænt-
ingar og hvatningar, sem starf þetta
veitti honum á degi hverjum. Til
allrar hamingju hafði hann gengið
að eiga skilningsríka konu, sem gat
afborið eiginmann, sem vann 12—
16 stundir á dag, borðaði heima að-
eins 1—2 sinnum í viku og hvarf
kannske algerlega í 3—6 mánuði
samfleytt, þegar hann var að vinna
að einhverju sérstöku máli.
Mike hafði undirbúið þennan
fyrsta fund þeirra Sicardos vel og
vandlega fyrir fram. Fyrst hafði
hann tekið sér dulnefnið Telano,
og hann hafði vandlega byggt upp
gervipersónu þessa, svo að allt liti
sem eðlilegast út. Hann lét Telano
vera þaulreyndan eiturlyfjasala frá
Vesturströndinni. Hann útvegaði
sér falskt ökuskírteini og fölsk
Kaliforníubílnúmer, sem hann setti
svo á kádiljálkinn sinn. Siðan var
útbúið sérstakt sakakort frá Al-
ríkislögreglunni, þar sem Telano
þessum var lýst sem glæpamanni,
sem væri á sakaskrá fyrir rán,
manndráp, fjárhættuspil og eitur-
lyfjasölu. Og síðan var þessu til-
búna sakakorti smeygt inn í spjald-
skrár lögreglunnar í Philadelphiu
og fylkislögreglunnar í Pennsyl-
vaniu.
Alan Weiner, starfsfélagi Mikes,
ók kádiljáknum og gegndi hlutverki
eins konar milligöngumanns og
fulltrúa i leikjum þeim, sem þeir
settu á svið, er þeir unnu að upp-
ljóstrun eiturlyfjamála. Mike sendi
einnig fingraför sín og upplogna
sakaskrá til Alríkislögreglunnar,
svo að hún myndi dreifa fyrirmæl-
um sínum um handtöku manns
þessa. Mike var þrekinn og hrjúfur,
ímynd harðjaxlsins. Alan, sem gekk
undir nafninu Johnny Gold, var
hávaxinn og grannur piparsveinn,