Úrval - 01.11.1968, Side 109

Úrval - 01.11.1968, Side 109
LIFANDI DAUÐI TIL SÖLU 107 einhvern veginn, að hann hefði selt mér eiturlyf tafarlaust þarna í skrifstofunni, ef hann hefði haft einhver undir höndum. Ég held, að við höfum komizt á rétta slóð.“ Mennirnir tveir ,sem voru báðir í þjónustu Eiturlyfjastofnunarinnar, höfðu eytt mestöllum mánuðinum á undan í Philadelphiu og reynt að komast í samband við einhvern, sem gæti komið þeim í kynni við Jimmy Slcardo. En þeim hafði bara ekki tekizt að hafa upp á neinum slíkum. Telano hafði því að lokum gripið til þess ráðs að ganga beint til verks og snúa sér til Sicardos án nokkurra milliliða. Og hann fékk ekki betur séð en Sicardo hefði trúað honum. En Mike Telano átti líka ofur auðvelt með að fá fólk til þess að trúa því, sem hann sagði. Hið raunverulega nafn hans var Michael Fulgoni. Hann réðst í þjón- lustu Eiturlyfjastofnunarinnar skömmu eftir lok Kóreustríðsins. Hann lék hlutverk misindismanns af slíkri list, að hann hafði fljótt fengið á sig orð sem einn albezti maður í þjónustu stofnunarinnar. Hann var lögfræðingur frá Rutgers- lagaskólanum, og hann hafði dreymt um að opna lögfræðiskrif- stofu og vinna reglubundinn vinnu- tíma. En í sérstökum sendiferðum til Kaliforníu, Las Vegas, Texas og New York á vegum Eiturlyfjastofn- unarinnar, hafði starfið náð heljar- tökum á honum. Og brátt komst hann að því, að hann gat ekki ver- ið án þeirrar æsingar, eftirvænt- ingar og hvatningar, sem starf þetta veitti honum á degi hverjum. Til allrar hamingju hafði hann gengið að eiga skilningsríka konu, sem gat afborið eiginmann, sem vann 12— 16 stundir á dag, borðaði heima að- eins 1—2 sinnum í viku og hvarf kannske algerlega í 3—6 mánuði samfleytt, þegar hann var að vinna að einhverju sérstöku máli. Mike hafði undirbúið þennan fyrsta fund þeirra Sicardos vel og vandlega fyrir fram. Fyrst hafði hann tekið sér dulnefnið Telano, og hann hafði vandlega byggt upp gervipersónu þessa, svo að allt liti sem eðlilegast út. Hann lét Telano vera þaulreyndan eiturlyfjasala frá Vesturströndinni. Hann útvegaði sér falskt ökuskírteini og fölsk Kaliforníubílnúmer, sem hann setti svo á kádiljálkinn sinn. Siðan var útbúið sérstakt sakakort frá Al- ríkislögreglunni, þar sem Telano þessum var lýst sem glæpamanni, sem væri á sakaskrá fyrir rán, manndráp, fjárhættuspil og eitur- lyfjasölu. Og síðan var þessu til- búna sakakorti smeygt inn í spjald- skrár lögreglunnar í Philadelphiu og fylkislögreglunnar í Pennsyl- vaniu. Alan Weiner, starfsfélagi Mikes, ók kádiljáknum og gegndi hlutverki eins konar milligöngumanns og fulltrúa i leikjum þeim, sem þeir settu á svið, er þeir unnu að upp- ljóstrun eiturlyfjamála. Mike sendi einnig fingraför sín og upplogna sakaskrá til Alríkislögreglunnar, svo að hún myndi dreifa fyrirmæl- um sínum um handtöku manns þessa. Mike var þrekinn og hrjúfur, ímynd harðjaxlsins. Alan, sem gekk undir nafninu Johnny Gold, var hávaxinn og grannur piparsveinn,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.