Úrval - 01.11.1968, Blaðsíða 110
108
ÚRVAL
28 ára að aldri. Hann var myndar-
legur og laglegur, jafnan mjög
snyrtilega til fara og hafði geysi-
lega liðugan talanda. Samstarf þess-
ara tveggja félaga var mjög árang-
ursríkt. Þeir bættu hvor annan upp
og voru í sameiningu áhrifamikið
vopn.
FULLKOMIN MEÐMÆLI
Nokkrum dögum eftir fyrsta fund
þeirra Telanos og Sicardos, komu
þeir saman kvöld eitt við veitinga-
hús við þjóðveginn. Þeir fengu sér
nokkur glös og sögðu hvor öðrum
sögur. Mike borgaði allar veiting-
ar og gaf mjög rausnarlega drykkju-
peninga. Hann hélt áfram að leggja
hart að Sicardo um að útvega
heroin sem fyrst. Hann sagðist hafa
tilbúna viðskiptavini á Vestur-
ströndinni, en hann sagðist verða
að geta fengið nægar birgðir af
heroini, góðu heroini, og það sem
fyrst. Sicardo sagðist nú vera að
svipast um eftir réttum seljanda.
Þegar þeir hittust í þriðja sinn,
tók Sicardo við pöntun Telanos upp
á kvartkíló af heroini. Klúbbfram-
kvæmdastjórinn virtist verða mjög
vandræðalegur, þegar Telano neit-
aði að borga honum nokkurt fé fyr-
ir fram. Að lokum útskýrði hann
fyrir Telano, að hann vantaði til-
finnanlega reiðufé og bað hann um
350 dollara lán upp í væntanleg
kaup. Telano kippti risavöxnum
seðlavöndli upp úr vasa sínum og
kippti fjórum efstu seðlunum hirðu-
leysislega ofan af bunkanum. Það
voru þrír hundraðdollaraseðlar og
einn fimmtíudollaraseðill. Þessi
geysimikli seðlavöndull virtist hafa
djúp áhrif á Sicardo. Hann gat
ómögulega vitað, að mestur hluti
seðlabunkans var alls ekki stór-
fenglegur. Þar var um að ræða
100 einsdollaraseðla, en undir og
ofan á voru svo stærri seðlar.
Síðar varð Mike að réttlæta það
fyrir Eiturlyfjastofuninni, að hann
skyldi afhenda fé hennar án þess
að fá nokkuð í staðinn nema lof-
orðin ein. Hann gekk á fund hús-
bónda síns, Josephs Lanskys, yfir-
manns skrifstofu stofnunarinnar í
Philadelphiu, og skýrði málið allt
fyrir honum. Mike sagðist álíta, að.
nú loks væri að nást árangur, en
hann sagðist auðvitað ekki vera
algerlega viss um það. Sá möguleiki
var alltaf fyrir hendi, að klúbb-
framkvæmdastjórinn hefði komizt
að hinu raunverulega nafni lög-
reglumannsins og hefði því ákveðið
að fá þessa 350 dollara „lánaða fyr-
ir fullt og allt“ hjá ríkisstj órninni
svona að gamni sínu, áður en hann
sliti öllu sambandi við. Mike. En
Mike leyfði sér samt að efast um,
að svo yrði.
Sicardo átti vin, er vann sem
leynlögreglumaður hjá fylkislög-
reglu Pennsylvaniufylkis. Og hann
bað þennan vin sinn um að athuga
sakaskrá Telanos hjá lögreglunni.
Hann gerði það og hringdi svo í
Sicardo. „Heyrðu, Jimmy,“ sagði
hann, „þessi náungi, þessi Telano,
er svo sannarlega eftirlýstur. Lögg-
an í Frisco er alveg óð í að ná í
hann. Og hann er sannarlega á
sakaskrá, fyrir rán, árás með ban-
vænu vopni, manndráp, fjárhættu-
spil og eiturlyfjasölu. Hann tók
eitt sinn þátt í drápi, sem framið