Úrval - 01.11.1968, Blaðsíða 82
80
um matnum sér fyrir saltþörf lík-
amans.
Létt og þægileg föt er bezt að
nota, þegar heitt er. Köldustu föt-
in eru þau, sem gerS eru úr baðm-
ull, eða baðmull og gerviefnum, er
draga í sig svitann og stuðla að
því að hleypa honum út úr líkam-
anum. Verst eru föt, sem leiða ekki
svitann út, svo að þau límast við
hörundið. Gott er að fara í þurr
föt til að kæla sig.Loft kemst ekki
að. hörundinu gegnum efni, sem er
þétt ofið eða gerviefni, er rakinn
loðir við, án þess að smjúga í gegn.
ÚRVAL
Slík efni hafa sömu áhrif og heit-
ar ábreiður.
Þar sem nokkra daga tekur að
venjast heitu og röku loftslagi, er
nauðsynlegt að taka lífinu óvenju
rólega fyrstu dagana. Mundu að
von er á öðrum strætisvagni, og
flestar götur eru skuggasælar öðr-
um megin. Einnig má fresta að
vinna mörg störf, þar til svalasta
hluta dagsins.
Það er ekki aðeins um líkamlega
vellíðan að ræða, þegar við gætum
þess, að okkur verði ekki of heitt,
heldur einnig það dýrmætasta, sem
við eigum, sjálfa heilsuna.
Þetta gerðist á Kennedyflugvellinum í New York. Flug-vélin mín frá
Atlanta kom seint til New York, og ég missti af síðust-u flugvélinni
heim til Boston. Ég skammaði afgreiðsiumanninn fyrir slæma þjónustu
og kvartaði yfir því, að vegna þessarar tafar kæmist ég ekki hei-m þá
um kvöldið. Afgreiðslumaðurinn útskýrði fyrir mér á vingjarnlegan
hátt, að það yrði flugfélaginu sönn ánægja að borga kostnaðinn af
hótelherbergi yfir nóttina.
Enn var ég sam-t ekki ánægður. Ég sagði honum, að það væru
margir kl-ukkutímar síðan ég hefði fen-gið nok-kurn matarbita, því að
það hefði ekki verið borinn fram neinn kvöldverður í flugvélinni. Hann
afhenti mér þá matarmiða, og út á hann gat ég fengið hvað sem ég
vildi í veitingahúsinu á flugvellinum.
Ég var nú svolítið i'arinn að róast, en mér fannst samt, að ég yrði að
halda þessum umkvörtunum minu-m áfram, og því sagði ég: „Ég get
kennt slóðahætti flugfélagsins ykkar um það, að ég get ekki verið hjá
konunni minni í nótt.“ Þá flýtti afgreiðslumaðurfnn sér að svara: „Mér
þykir það leitt, herra, en einhvers staðar verðum við að setja takmörkin.“
S. Ferraguto.
Dag einn kom maðurinn minn heim með háa ávísun í hendinni. Hann
hafði fengið launauppbót. Þetta kom okkur báð-um mjög á óvart, og
hið fyrsta, sem mér datt í hug að segja, var þetta: „Við skulum skella
-henni i sparisjóðinn og láta eins og við höfum ek-ki fengið hana.“
„Það væri ágætt," svaraði hann, „ef við værum ekki þegar búin að
láta eins og við höfum ekki fen-gið hana.“
Frú L. E. Lunsford.