Úrval - 01.11.1968, Blaðsíða 93
91
ORÐ
OG
ORÐASAMBÖND
Hér fara á eftir 20 orð og orðasambönd með réttri og rangri merkingu.
Prófaðu kunnáttu þina í íslenzkri tungu og auk þú við orðaforða þinn með
því að íinna rétta merkingu. Gæt þess, að stundum getur verið um fleiri
en eina merkingu að ræða.
Til gamans getur lesandi gefið sjálfum sér einkunn og metið þannig getu
sína, þ.e. 0.5 fyrir hvert algerlega rétt svar. E’f þú finnur rétta merkingu
19—20 orða, ertu að iíkindum mjög fróður, en fróður, ef þú færð 17—18
orð rétt. Ef þú þekkir færri en 10, ertu fáfróður.
1. ámæli: minningargrein, ávítur, heitingar, rifrildi, átölur, ávarp, ræða, hrós.
2. damla: nýstrokkuð smjörskaka. hægur róður, hægur gangur, gutl, flenna,
hefðarkona, siáturkeppur, mörskjöldur.
3. döngun: fyrsta birta morgunsins, myrkur, væta, þrif, hor, sóðaskapur,
hreinlæti.
4: að verða halloka fyrir e-m: að verða hissa á e-m, að sigra e-m, að reiðast
e-m, að verða jafningi e-m, að standa í vegi fyrir e-m, að bíða ósigur
fyrir e-m.
5. seymi: suða, soð, saumur, saumaskapur, aðgerðarleysi, saumþráður, lögg.
6. seyðingur: soðinn vökvi, þunnur grautur, grasate, jafn sársauki, vellíð-
unarkennd, úðarigning.
7. apall: grár hestur, aur, folald. 2 heybaggar, torfærur vegna lausagrjóts,
hryssa, vikursandur.
8. að verða áróðri um e-ð: að verða sammála um e-ð, að verða e-s var,
að íá veður af e-ð, að verða sundurorða um e-ð, að verða viss um e-ð,
að verða í vafa um e-ð.
9. sörli: sóði, næturgagn, hestur, hrútur, hávær maður, slóði, silakeppur.
10 sörvi: men, fjörugróður, arða, skrautfesti, sóði, hestur, sagnaþulur.
11. bagur: laghentur, liðugur, undirför.ull, striðinn, ógreiðvikinn, vesæll, stirð-
ur, klaufskur.
12. klaistur: mergð, klessa, matseld, hrákasmið, aðfinnslur, lélegt verk, rifr-
ildi, viðureign.
13. að drepa úr dróma: að svelta tii bana, að fjötra, að leysa úr fjötrum,
að minnast á e-ð, að þakka e-ð niður, að kúga.
14. kramur: vefnaðarvörukaupmaður, umgerð, fjárhúskró, meyr, mjúkur,
harður, seigur, veikur.
15. groddi: fínt band (garn), gróft band (garn), lostaseggur, ákafi, kekkjótt
skyr, ruddi, ullarflóki.
16. að kokkála: að matreiða, að leggja álagagildrur, að fífla konu e-s, að
.meta, að gleypa, að ljúka við.
17. kókn: kuldi, kveif, vesöld, smámunir, mergð, hrúga, basl.
18. bardús: viðureign, dútl, hamagangur, dund, ómak, innivera, drykkjuskapur.
19. gríð: friður, vopnahlé, ósköp, vinnukona, tröllskessa, ákafi, aðstoð.
20. út í hörgul: út í bláinn, viðutan, út í ædar, lauslega, vegna skorts, af
afspurn.