Úrval - 01.11.1968, Blaðsíða 100
98
ÚRVAL
loknu. Hefði hann ekki fundið merki
þessi við athugunina, hefði hann
neitað að taka við umslaginu. En
það var allt eins og það átti að
vera. Hann þakkaði sendiboðanum,
og þeir skildu.
Trigano gekk yfir torgið, fram hjá
skautasvæðinu og fór síðan inn í
skrifstofu fyrirtækis, sem skiptir á
gjaldeyri ýmissa landa. Þar fór hann
inn í lítinn klefa, opnaði þar um-
slagið í einrúmi og taldi peningana,
sem voru í því. Honum hafði verið
sagt, að upphæðin gæti verið allt
frá 10.000 til 40.000 dollarar eftir
stærð heroinsendingarinnar. Þeim
Trigano og Levonian var leyft að
taka 2Vz% af upphæðinni fyrir að-
stoð sína við að innheimta greiðsl-
una og koma henni í banka í viku
hverri. Trigano stakk umboðslaun-
unum í vasann og lagði síðan af-
ganginn inn á nafnlausan, sviss-
neskan reikning, sem var aðeins
merktur með númeri.
Þeir Levonian og Trigano vissu
reyndar báðir, að reikningurinn til-
heyrði Dominique Benucci og að
greiðslan var fyrir eiturlyfjasend-
ingu til Mafiuforingja í Montreal í
Kanada. Það var álitið of hættu-
legt að smygla beint til New York-
borgar, og þess vegna sendi hring-
ur Benucci stöðugan straum af hero-
ini til Kanada, en þaðan var tiltölu-
lega auðvelt fyrir Mafiuna að senda
eitUrlyfið yfir landamærin til
Bandaríkj anna.
Levonian var á uppleið í hring
Benucci, og hann hafði sjálfur kom-
ið með heroin með sér til New
York. Það heroin var hans eigin
eign, og hann hafði sjálfur tekið á
sig alla áhættu af sendingu þessari,
þótt hann hefði að vísu skýrt Ben-
ucci frá sérhverju stigi málsins og
leitað ráða hans. Levonian vissi, að
hann gæti aðeins selt hinum amer-
íska viðskiptavini Benuccis heroin
þetta og engum öðrum, en þar var
um að ræða yfirmann Mafiudeildar
í New York, Joseph Biani að nafni.
Levonian hitti svo Trigano aftur,
strax og hann hafði móttekið pen-
ingana, og Levonian gat nú ekki
hugsað um annað en fyrstu sölu
sína, sem nú var í vændum, en hún
átti að fara fram næsta dag.