Úrval - 01.11.1968, Blaðsíða 17
Einn þeirra fáu manna, sem gert hafa sér grein fyrvr vanmœtti
einstaklinsins og orsökum hans, var Þjóðverjinn Frederich
Nietzsche (1844—1900). Hann var sannfœrður um að öll
trúarhrögð og stjómmálastefnur hindruðu frjálsa
þróun rnannsins, og liann setti sér það markmið
að útrýma öllum slíkum kenningum. Hon-
um var ekkert heilagt í þessum efnum
og liann barðist gegn því öllu í
ritum sínum af eldmóði spá-
mannsins.
Friedrich Nietzsche
Eftir LAURENCE WILSON
Maðurinn er félagsvera,
hann vill vinna þarft
starf og skipa sinn sess
í þjóðfélaginu. Menn
taka gild þau verðmæti,
menningarleg, trúarleg og pólitísk,
sem hlotið hafa viðurkenningu sam-
félagsins og telja þau yfirleitt góð
og heilbrigð. Flestir eru sem sé í
sátt við samfélagið, enda gæti ann-
að verið hættulegt.
Stundum finnst okkur samt við
vera ósköp vanmáttugir, eins og
lífsorkan sé að þrjóta — og við vit-
um varla hver orsökin er. Að
minnsta kosti erum við of hug-
litlir og bundnir viðjum hópsálar-
innar til að gera uppreisn geng
viðteknum venjum og njóta lífs-
ins til fulls, eins og flesta langar
þó til. Það er öruggast að hafa
hægt um sig og virða raunveruleik-
ann ekki of nákvæmlega fyrir sér,
annað gæti haft óþægindi og sárs-
auka í för með sér.
Einn þeirra fáu manna, sem gert
hafa sér grein fyrir vanmætti ein-
staklingsins og orsökum hans, var
Þjóðverjinn Friedrich Nietzsche
(1844—1900). Hann var sannfærður
um að öll trúarbrögð og stjórnmála-
stefnur hindruðu frjálsa þróun
mannsins, og hann setti sér það
markmið að útrýma öllum slíkum
Great Lives
15