Úrval - 01.11.1968, Blaðsíða 81
GÆTIÐ HJARTANS
79
ar, er stuðla að því að halda blóð-
hitanum mátulegum. Hjartsláttur-
inn eykst og þar af leiðandi blóð-
streymið. Blóðið flytur hita frá
vöðvum og innri líffærum. Háræð-
ar víkka og svitinn streymir frá
svitakirtlunum. Blóðstreymið get-
ur orðið mjög mikið og hjartslátt-
urinn einnig. Hitinn hefur að mörgu
leyti sömu áhrif á líkamann og
erfiðar leikfimiæfingar.
í tvö heit og rök sumur hafa
bandarískir vísindamenn rannsakað
sjúklinga á tveimur deildum á
sama sjúkrahúsi. Önnur var loft-
kæld, með sjálfvirku raka- og hita-
kerfi, en hin ekki. Rannsóknirnar
sýndu, að hjörtu sjúklinganna í
deildinni, sem ekki var með sjálf-
virka kerfinu, urðu fyrir 57%
meiri áreynslu en hinnar deildar-
innar.
Ef menn vilja fara varlega með
hjartað, verða þeir að gæta þess,
að vera ekki í of miklum hita. En
í því sambandi þarf að beita nokk-
urri forsjálni og notast við ýmis
tæki.
Viftur, hvorki kæla né þurrka
loftið, en þær halda því á hreyf-
ingu, þannig, að það streymir um
hörundið, og hjálpa því til við út-
gufun líkamans og kælingu. Þótt
vifta sé í gangi í lokuðu herbergi,
kælist það ekki. En sé hún hins
vegar staðsett rétt og nægilega stór,
dregur hún svalt næturloftið inn í
húsið og eyðir rakanum. Reyna
þarf að opna ýmsa glugga og dyr
til að finna, á hvern hátt endur-
nýjun loftsins verður mest og bezt.
Köld böð kæla líkamann mikið,
en þau valda einnig aukinni hita-
myndun. Volgt bað er miklu betra.
Athuganir sýna, að nægilegt er að
kæla aðeins lítinn hluta líkamans
í köldu vatni, því að hitaútstreymið
þar kælir allan líkamann.
Við rannsóknir hefur komið í
ljós, að fólki líður mjög sæmilega
töluvert lengi í herbergi, þar sem
hitastigið er 105 gráður á Fahren-
heit og loftrakinn kringum 75%, ef
það hefur annan handlegginn í skál
með vatni, sem er 59 stig á Fahren-
heit.
Þegar fólkið sat í sérstökum
vatnskældum stól og var kælt á
bakinu, þoldi það geysimikinn hita
og raka alveg endalaust. Sumt gat
lesið án minnstu óþæginda í 116
stiga hita á Fahreinheit.
Ef annar handleggurinn hvílir í
köldu vatni, kælist líkaminn miklu
betur á því heldur en ef viftu-
blæstri er beint að andlitinu. Þó
að yfirborð handarinnar og hand-
leggsins sé ekki nema 5^2% af yfir-
borði líkamans, fer mikið blóð-
magn í gegnum æðar handarinnar
og fingranna, sem kælist í vatninu.
Svalir drykkir hafa mjög lítið að
segja, því að þeir ná fljótt fullum
líkamshita og kæla þessvegna lík-
amann tiltölulega lítið. Ástæðan
fyrir því að fólk drekkur jafnan
mikið í hitum er sú, að það verður
að bæta upp vökvatapið, er á sér
stað, þegar það svitnar mikið. Ef
heilsan er góð, segir þorstinn til
um, hvenær líkaminn þarfnast
vökva. Bezt er að neyta ekki heits
matar, segja sérfræðingar, og skyn-
samlegast er að borða lítið í einu,
en oftar yfir daginn. Saltið í sjálf-