Úrval - 01.11.1968, Blaðsíða 65
Hin Öra fjölgun mannkynsins, ásamt óskínni um bætt lífskjör —
sem að sjálfsögðu hefur mesta þýðingu fyrir þá fjölmörgu,
sem búa við skort, gerir mkilar kröfur til aukinnar iðnvœðingar
og um leið til meiri orkunotkunar. Þessi notkun eykst nú
í heiminum um fimm af hundraði árlega, og talið er að um
nœstu aldamót verði orkunotkunin orðin fimm sinnum meiri en nú.
Orkulindir
framtíðarinnar
Eftir T. BJERGE, prófessor
Hin öra fjölgun mann-
kynsins, ásamt óskinni
um bætt lífskjör — sem
að sjálfsögðu hefur
mesta þýðingu fyrir þá
fjölmörgu, sem búa við skort ger-
ir miklar kröfur til aukinnar iðn-
væðingar og um leið til meiri orku-
notkunar. Þessi notkun eykst nú í
heiminum um fimm af hundraði ár-
lega, og talið er að um næstu alda-
mót verði orkunotkunin orðin fimm
sinnum meiri en nú. Mestur hluti
þessarar orku fæst úr kolum, olíu
og jarðgasi, en þessar orkulindir
eru langt frá því að vera ótæmandi
og ef ekki kæmi annað til, mundu
þær varla nægja nema í eina eða
tvær aldir. Hér við bætist að kol
og olía eru ómissandi hráefni fyrir
efnaiðnaðinn til framleiðslu á plasti,
vefnaðarvöru o. fl.
Það er þess vegna mjög þýðing-
armikið fyrir mannkynið að finna
aðrar orkulindir, en fyrirfram var
auðvitað ekki hægt að fullyrða að
það mundi takast. En nú hefur
komið í ljós, að hin svonefnda
kjarnorka, sem myndast við klofn-
ing ákveðinna atómkjarna, svo sem
uran-235 eða plutonium-239, getur
skapað mörgum sinnum meira orku-
magn en það, sem mögulegt er að
vinna úr kolum, olíu og jarðgasi.
Þetta stafar af því, að það orku-
magn, sem myndast við klofningu
á t. d. 1 kg af uran-235, er ca.
þremur milljón sinnum meira en
Vor Viden
63