Úrval - 01.11.1968, Síða 110

Úrval - 01.11.1968, Síða 110
108 ÚRVAL 28 ára að aldri. Hann var myndar- legur og laglegur, jafnan mjög snyrtilega til fara og hafði geysi- lega liðugan talanda. Samstarf þess- ara tveggja félaga var mjög árang- ursríkt. Þeir bættu hvor annan upp og voru í sameiningu áhrifamikið vopn. FULLKOMIN MEÐMÆLI Nokkrum dögum eftir fyrsta fund þeirra Telanos og Sicardos, komu þeir saman kvöld eitt við veitinga- hús við þjóðveginn. Þeir fengu sér nokkur glös og sögðu hvor öðrum sögur. Mike borgaði allar veiting- ar og gaf mjög rausnarlega drykkju- peninga. Hann hélt áfram að leggja hart að Sicardo um að útvega heroin sem fyrst. Hann sagðist hafa tilbúna viðskiptavini á Vestur- ströndinni, en hann sagðist verða að geta fengið nægar birgðir af heroini, góðu heroini, og það sem fyrst. Sicardo sagðist nú vera að svipast um eftir réttum seljanda. Þegar þeir hittust í þriðja sinn, tók Sicardo við pöntun Telanos upp á kvartkíló af heroini. Klúbbfram- kvæmdastjórinn virtist verða mjög vandræðalegur, þegar Telano neit- aði að borga honum nokkurt fé fyr- ir fram. Að lokum útskýrði hann fyrir Telano, að hann vantaði til- finnanlega reiðufé og bað hann um 350 dollara lán upp í væntanleg kaup. Telano kippti risavöxnum seðlavöndli upp úr vasa sínum og kippti fjórum efstu seðlunum hirðu- leysislega ofan af bunkanum. Það voru þrír hundraðdollaraseðlar og einn fimmtíudollaraseðill. Þessi geysimikli seðlavöndull virtist hafa djúp áhrif á Sicardo. Hann gat ómögulega vitað, að mestur hluti seðlabunkans var alls ekki stór- fenglegur. Þar var um að ræða 100 einsdollaraseðla, en undir og ofan á voru svo stærri seðlar. Síðar varð Mike að réttlæta það fyrir Eiturlyfjastofuninni, að hann skyldi afhenda fé hennar án þess að fá nokkuð í staðinn nema lof- orðin ein. Hann gekk á fund hús- bónda síns, Josephs Lanskys, yfir- manns skrifstofu stofnunarinnar í Philadelphiu, og skýrði málið allt fyrir honum. Mike sagðist álíta, að. nú loks væri að nást árangur, en hann sagðist auðvitað ekki vera algerlega viss um það. Sá möguleiki var alltaf fyrir hendi, að klúbb- framkvæmdastjórinn hefði komizt að hinu raunverulega nafni lög- reglumannsins og hefði því ákveðið að fá þessa 350 dollara „lánaða fyr- ir fullt og allt“ hjá ríkisstj órninni svona að gamni sínu, áður en hann sliti öllu sambandi við. Mike. En Mike leyfði sér samt að efast um, að svo yrði. Sicardo átti vin, er vann sem leynlögreglumaður hjá fylkislög- reglu Pennsylvaniufylkis. Og hann bað þennan vin sinn um að athuga sakaskrá Telanos hjá lögreglunni. Hann gerði það og hringdi svo í Sicardo. „Heyrðu, Jimmy,“ sagði hann, „þessi náungi, þessi Telano, er svo sannarlega eftirlýstur. Lögg- an í Frisco er alveg óð í að ná í hann. Og hann er sannarlega á sakaskrá, fyrir rán, árás með ban- vænu vopni, manndráp, fjárhættu- spil og eiturlyfjasölu. Hann tók eitt sinn þátt í drápi, sem framið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.