Úrval - 01.11.1968, Page 113

Úrval - 01.11.1968, Page 113
LIFANDI DAUÐI TIL SÖLU 111 Telano gat íundið til fiðrings í maganum. Ef Sicardo viðurkenndi, hve lítið hann vissi, gæti farið svo, að Golino labbaði burt án þess að segja orð. Ef hann lygi aftur á móti, átti hann á hættu að vekja reiði mjög hættulegs manns. „Fjandinn hafi það, ég hef þekkt þennan náunga í 20 ár,“ sagði Sicardo. Gohno sneri sér aftur að Telano. „Þú ert nú laus úr öllum þínum vandræðum, drengur minn,“ sagði hann. „Ég get útvegað þér, hvað sem þú vilt, ómengaða vöru, allt frá hálfu kílói upp í heilt tonn.“ „ÞETTA ER BEZTI MAÐUR“ Meðan Telano vann að uppljóstr- un málsins og fikraði sig smám saman áleiðis að markinu, færðist heroin Levonians stöðugt nær hin- um endanlega ákvörðunarstað: eit- urlyfjaneytandanum. Þegar Stóri- Jói Biani hafði tekið við fyrstu 10 kílóunum í kjallaraherberginu í Houstonstræti, fór hann tafarlaust með þau á fimd hávaxins bófa, er gekk undir nafninu „Tony nebbi“. Anthony Martino var ekki annað en vinnuþræll, sem vann sér inn 200 dollara á viku fyrir að afhenda eiturlyf á tilætlaða staði. Hann var einn þeirra, sem lægst var settur í glæpahring Bianis. Enrico, faðir Tonys hafði verið leynivínsali á þriðja áratug aldarinnar og bjó nú í ósköp venjulegu húsi úti á Löngu- eyju fyrir utan New York. Tony ók þangað og fór með heroinið beina leið upp á háaloft. Þetta var geymslustaður Bianis, felustaður fyrir miklar birgðir af eiturlyfjum. Þessa sömu nótt hjálpaði Tony föð- ur sínum að undirbúa fyrstu blönd- unina, sem Mafian leyfði höfuð- paurum sínum að framkvæma, áð- ur en eiturlyfin voru seld til „svæðissala", þ.e. eiturlyfjasalanna, sem höfðu söluumboð fyrir viss svæði. Enrico tók tvær únsur (56,8 grömm) af heroini úr hverjum hálfkílópoka, og í þeirra stað setti hann blöndu af mjólkursykri og mjólkurseyði. Síðan var bætt við örlitlu af kínindufti til þess að leyna mjólkurbragðinu og mynda hið beiska bragð, sem er af ómenguðu heroini. Þegar hann hafði lokið við að blanda þannig í pokana, höfðu hin upprunalegu 10 kíló aukizt og voru nú orðin að 11 kílóum og 142 grömmum. Hreinleiki heroinsins var nú reyndar ekki sá sami og áð- ur, heldur var hann kominn niður í 77%. En flestir viðskiptavinir mundu reyndar álíta heroin með þeim styrkleika vera hreint og ómengað. Þessu blandaða heroini var nú pakkað að nýju í hálfkílóspoka. Það voru nýir, tvöfaldir pokar úr glassine. Þeir voru síðan heftir aft- ur og settir ofan í brúna pappírs- poka, sem voru einnig heftir aftur. Nú var varan tilbúin til afhendingar. Þessir pokar litu eins sakleysislega út og 22 pokar með einhverri mat- voru í matvöruverzlun. En eini munurinn var nú sá, að það, sem Stóri-Jói Biani hafði keypt á 125. 000 dollara, var nú hægt að selja fyrir 200.000 dollara. Biani lét Frank Merlotti, félaga sinn um söluna. Merlotti bjó í dýrð-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.