Úrval - 01.11.1968, Side 99

Úrval - 01.11.1968, Side 99
LIFANDI DAUÐI TIL SÖLU 97 Lifandi dauði til sölu Eftir ALVIN MOSCOW Nú höfðu þeir Leon Levonian og Pierre Tri- gano falið 25 kíló af hreinu heroini á góðum stað í leiguíbúð sinni í Kewgörðum, úthverfi úti á Löngu- eyju ekki langt frá New York-borg. Og þá hófust þeir handa um að framkvæma skipanir þær, sem þeir höfðu fengið í Frakklandi. Þeir áttu að framkvæma tvö verkefni í Bandaríkjunum. Annað var fólgið í því að rukka inn peninga, sem viss- ir aðiljar skulduðu Dominique Ben- ucci, höfuðpaur eiturlyfj ahringsins í Marseille. Hitt var falið í því að selja heroinið. Þeir tóku að vinna að framkvæmd fyrra verkefnisins, strax og síminn hringdi. Levonian svaraði honum: „Er þetta Francois?" spurði rödd í símanum. „Já,“ svaraði Levonian. Francois var dulnefnið, sem hann hafði kosið að nota í Ameríku. „Ég vildi gjarnan ákveða vissan tíma til þess að hittast á morgun.“ „Ágætt, vinur minn verður þar.“ Levonian lagði niður taltækið og brosti ánægjulega. Hann var hálf- fertugur að aldri, þrekvaxinn, með hvelfda bringu og stuttfættur. And- lit hans var ávalt og glaðlegt. Hann hafði langt nef og stór, brún augu undir svörtum, stílhreinum auga- brúnum. Hann áleit sjálfan sig ljóm- andi myndarlegan. En Levonian var líka haldinn þeirri yfirgengilegu hé- gómagirni og siðlausu sjálfselsku, sem einkennir meiri háttar glæpa- menn um víða veröld. Hann vissi, að upphringingin var merki um, að hann skyldi búa sig undir „innheimtu“, þ.e. viðtöku greiðslu frá Mafiunni fyrir heroin- sendingu. Og klukkan 1 eftir hádegi næsta dag komu þeir Trigano til Rockefeller Plaza inni í New York. Pierre gekk yfir að franskri bóka- búð og keypti Parísardagblað, en Leon beið í nokkurri fjarlægð frá honum. Nokkrum augnablikum síð- ar nálgaðist maður einn Pierre. „Ert þú Pierre Trigano?" „Já.“ „Geturðu sýnt mér einhverja sönnun þess?“ Trigano rétti honum vegabréf sitt, sem maðurinn athugaði gaumgæfi- lega. Hann virtist nú verða ánægð- ur og rétti Pierre langt, brúnt um- slag, sem límt var yfir með þrem límböndum. Trigano leit undir lím- böndin til þess að sjá, hvort þar leyndust sérstök merki. Merki þessi áttu að sýna, að umslagið hafði ekki verið opnað og límt aftur að því
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.