Úrval - 01.11.1968, Síða 77
NEYÐARHJÁLP AÐ NÆTTJRLAGI
75
í Stokkhólmi, að sjúklingurinn
borgar fyrir vitjunina, en þarna er
það ekki látið ganga jafnt yfir,
heldur farið eftir efnum og ástæð-
um. Tekjulitlir menn borga fimm
krónur, þeir sem betur eru settir
fimmtíu til níutíu krónur. Og þar
sem langflestir eru tryggðir vegna
veikinda, fá menn oftast tvo þriðju
að minnsta kosti endurborgaða.
Dr. Backer sagði mér, að læknir-
inn fengi að meðaltali fjörutíu
krónur (danskar) fyrir hverja vitj-
un, og ef mikið er að gera getur
orðið um einar tuttugu vitjanir að
ræða á nóttu.“ Það er drjúgur skild-
ingur fyrir ungu læknana," sagði
hann. „Þar fyrir utan öðlast þeir
við þetta starf ýmsa gagnlega
reynslu. Og á hinn bóginn getur al-
menningur nú reitt sig á að geta náð
til læknis hvenær sem er.“
Af því að næturgreiðslurnar eru
þetta háar, er enginn skortur á
læknum sem vilja sinna starfinu, og
til jafnaðar eru einir fimmtíu á
biðlista. Þó er þetta starf enginn
leikur, hefur í för með sér líkam-
lega jafnt sem andlega áreynslu.
Eftir kalli, sem kom um fjögurleyt-
ið þurftum við að fara inn í skugga-
lega hliðargötu, og lá leiðin að
litlu einbýlishúsi. Útidyrnar voru
loikáðar, og þó að læknirinn
hringdi, varð engrar hreyfingar vart
innifyrir. Hann hringdi nokkrum
sinnum, og barði síðan kröftuglega
að dyrum.
Þegar séð var að hvorugt dugði
kallaði læknirinn í fjarskiptasím-
ann á lögreglu. Stuttu síðar var
gæzlubifreið komin á vettvang og
opnuðu lögregluþjónarnir dyrnar á
sinn hátt.
Á neðri hæðinni fann læknirinn
mann liggjandi meðvitundarlausan
í gólfinu og hélt hann enn á heyrn-
artólinu í hendinni. Hann hafði
fengið hjartaslag, og hafði rétt að-
eins heppnazt að hringja í neyðar-
númerið — 0040 — og stamað út úr
sér nafni og húsnúmeri áður en
hann hné út af. Hann var lifandi,
og stundarfjórðungi síðar var hann
kominn á sjúkrahúsið.
Neyðarhjálpin til lækninga kostar
í Kaupmannahöfn um 1.7 milljónir
króna (danskar) á ári. Hluta af
kostnaðinum bera læknarnir sjálf-
ir, því að þeir greiða tveggja krónu
afgjald af hverri vitjun. Hitt kem-
ur frá sjúkrasamlögunum, og er
það meira en sextíu af hundraði.
Sjúkrasamlögin telja ekki eftir þetta
framlag, telja að auk sjálfrar nauð-
synjarinnar, spari þetta fyrirkomu-
lag þeim töluvert, því að mannslif-
um sé bjargað, og sjúkdómum og
sjúkralegum stundum afstýrt.
„Neyðarhjálp læknanna" í Vest-
ur-Berlín, kostar á ári um 500.000
mörk og borgar samband sjúkra-
samlagslækna þá upphæð. Lækn-
arnir fara í einar 95.000 vitjanir á
ári, eftir því sem forstjóri sam-
bandsins, dr. Bleisch sagði mér. Enn
fremur sagði hann mér að þegar
farsóttir gengju kæmist vitjanatal-
an allt upp í fjögur hundruð á nóttu.
í Frakklandi var stofnað til neyð-
arhjálpar næturlækna árið 1966 af
Dr. Marcel Lascar, og bykir Parísar-
búum sú hjálp nú ómissandi. En
fátæklegar eru skrifstofur hans í