Úrval - 01.11.1968, Qupperneq 63

Úrval - 01.11.1968, Qupperneq 63
ALBBERT HALL 61 stríðslokum. Hinn hátignarlegi þungi byggingarinnar, sem öllum þykir góð tilbreyttni frá hinum dauða byggingastíl nútímans, sem allur miðast við þarfirnar, skapar mörg vandamál, og þeir sem sjá um reiknmg stofnunarinnar hafa í mörg horn að líta. Allan ársins hring eru tveir menn sífellt önnum kafnir við að halda við og laga glerþakið og þakhell- urnar, en það er líka margt annað sem þarf að hreinsa eða endurbæta, hressa upp á eða skipta um. Að meðaltali eru tvö sæti færð til við- gerðar á degi hverjum eða sett á þau nýtt áklæði. Fyrir tveimur ár- um voru lagðir 600 kílómetrar af nýjum leiðslum um húsið. Málun og viðhald hurða hefur frá upphafi verið geysimikið verk. Til skamms tíma vissi enginn hve margar hurðirnar væru, og maður sá í framkvæmdastjórninni sem átti um þær að sjá, reyndi að telja þær en gafst upp þegar hann var kominn upp í 400. (Síðar hefur hann komizt að þeirri niðurstöðu að þær væru 828). Sami maður kann margt af því að. segja að eng- inn hægðarleikur er að kaupa gólf- dúka og teppi í byggingu eins og þessa, eða að skera það til. Þar sem herbergi öll eru á milli stóra salarins og hinna bogadregnu út- veggja, er naumast nokkursstaðar beinn veggur. Eitt af meiriháttar viðfangsefn- unum eru hreingerningar. Með kjallaranum og loftsal (göngunum undir hvelfingunni) er Albert Hall á sjö hæðum, fjórar þeirra hafa ganga allt umhverfis, svo eru enda- laus stigahús. Fatageymslur fyrir 1200 starfsmenn og ellefu veitinga- herbergi. Hreingerningafólkið þarf 36 nýja sópa á hverju ári og sex- tíu skrúbbur. Um þrjátíu manns vinna við veit- ingastörfin, og fræg' er súpan sem það eys úr hitakötlum sínum handa þeim sem kaupa vilja eða þær fjögurþúsund brauðsneiðar með áleggi og kökuskammtar, sem eng- in vandkvæði eru á að hesthúsa þegar hnefaleikakeppni fer fram. í kjallara eru mikil eldhús, svo að ekki þarf að leita út fyrir húsið eftir tilbúnum mat, en seinlegt er að koma matnum upp í veitinga- herbergin, því að það fer allt fram með gamla laginu. í allri Albert Hall er ekki nema ein lyfta, og hana má ekki nota þegar tónleikar eru, því að hávaðinn er mikill í henni. Þessvegna verður að bera mat og drykk upp alla hina mörgu stiga og aka því eftir hinum löngu göngum. Þeir sem vísa til sætis eru karl- menn, og er það óborguð heiðurs- staða. Um það bil helmingur þess- ara sjötíu manna sj álfboðasveitar kemur til starfs á hverri sýningu. Meðal þeirra eru kennarar, lög- fræðingar, forstjórar og uppgjafa- liðsforingjar. Sem þóknun fyrir að- stoð sína fá þeir ekki annað en tvö aðgangskort hvert kvöld, og enn- fremur lítið silfurmerki til að bera framan á sér. Miðasalan selur á ári hverju um tvær milljónir aðgöngumiða. Enda þótt þarna séu hinar margvísleg- ustu samkomur haldnar, og enda þótt verðið sé oft breytilegt á hin-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.