Úrval - 01.11.1968, Síða 112

Úrval - 01.11.1968, Síða 112
110 ÚRVAL Telano hélt til fundar þessa, vopnaður skammbyssu af Smith & Wessongerð í buxnastreng sínum. Þrem starfsfélögum hans var komið fyrir á leyndum stöðum fyrir utan klúbbinn til þess að koma honum til hjálpar, ef hann gæfi þeim merki um, að hann hefði lent í vandræð- um inni í húsinu. Sicardo kom einn til þessa fundar. Klúbburinn var ekki opinn fyrir almenna gesti fyrr en seint síðdegis. Og framkvæmda- stjórinn fór á bak við vínskenkinn til þess að framreiða drykki handa þeim, meðan þeir biðu komu mannsins, sem þeir væntu á hverri stundu. Sicardo virtist mjög tauga- óstyrkur. „Mike, þú verður að gæta þess vel, hvað þú segir við þennan ná- unga. Þetta er heljarmikill stórkarl í þessari grein, og hann kærir sig ekkert um nein kjánalæti.“ „Hafðu engar áhyggjur af því. Ég skal gæta mín.“ Telano sneri að dyrunum, sem lágu að tómum klúbbsalnum. Hann studdi öðrum olnboganum á vín- skenkinn. Svo heyrði hann fótatak, og hann lét höndina síga niður í kjöltu sér til þess að geta gripið til byssunnar tafarlaust. Þegar hinn óþekkti eiturlyfjasali gekk inn úr dyrunum, bar Telano kennsl á hann tafarlaust. Hann var um hálfsextugt. Andlit hans var horað og strengt, hörku- legt og algerlega tjáningarlaust. Hann hafði arnarnef. Varir hans voru þunnar og augun grá og kuldaleg. Það var ekki hægt að villast á þessum manni. Hér var kominn Nicolas Golino, sem var á skrá fylkislögreglu Pennsylvaniu- fylkis sem einn af tíu helztu glæpa- mannaforingjum í Philadelphiu— Suður New Jersey svæðinu. Hann var grunaður um að eiga sæti í æðsta ráði Mafiuklíkunnar á svæði þessu, en það ráð ákvað stefnu Mafiunnar og framkvæmdir á henn- ar vegum. Einnig var hann grun- aður um að eiga aðild að allri skipu- lagri glæpastarfsemi á svæði þessu. Á sínum yngri árum hafði hann verið lífvörður bófaforingja og byssubófi, en samt var hann ekki á sakaskrá. Eiturlyfjastofnunin hafði engar ákærur á hann vegna eitur- lyfjaviðskipta. , Golino settist á næsta barstól við stól þann, er Telano sat á, og reyndi að koma honum úr jafnvægi með því að stara óaflátlega á hann. Grá augu hans, sem hann virtist alls ekki depla, voru eins og harðir, lífvana steinar. Svo sagði hann skyndilega: „Jimmy segir mér, að þú hafir áhuga á því að kaupa í heildsölu.“ Telano skýrði honum frá því, að það væri mjög nauðsynlegt fyrir hann að finna hið rétta samband fyrir viðskiptavini sína á Vestur- ströndinni. „Ég hef verið að reyna það mánuðum saman að eiga við- skipti við einhverja aðilja hérna,“ sagði hann kvörtunarrómi, „en ég hef bara ekkert upp úr krafsinu nema eintóm loforð.“ Golino hlustaði á hann, þangað til Telano hafði þurrausið sig. Síð- an sneri hann sér hægt að Sicardo og spurði hann einnar spurningar. „Jimmy minn, hvað lengi hefurðu þekkt þennan náunga?"
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.